Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 57
andvari
PÁLMI JÓNSSON
55
tíma sinn og fé. „Daglegur rekstur interesseraði hann ekki mikið.
Pálmi var maður hinna stóru plana, ef svo má að orði komast,“ segir
Guðni rektor Guðmundsson. „Hann barst ekki á, bjó til dæmis í
ósköp venjulegri blokkaríbúð, lengi eftir að Hagkaup fór að vaxa
fiskur um hrygg. Það var enginn gulllaxastæll á Pálma.“92 Dæmi um
þetta var, að Pálmi hafði allt að því óbeit á glæsilegum gistihúsum.
Vildi hann jafnan dvelja á ódýrum gististöðum erlendis.
A níunda áratug fór Pálmi að sjá börn sín vaxa úr grasi og barna-
börn fæðast sér til mikillar ánægju. Sigurður Gísli Pálmason fæddist
13. ágúst 1954, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík
1974 og vann í eitt ár eftir það í Hagkaup. Veturinn 1975-1976 stund-
aði hann nám í viðskiptafræði í Polytechnic of Central London, en
hvarf heim til starfa í fyrirtækinu eftir það; þá var Carter kominn til
sögu og var í óðaönn að endurskipuleggja það. Var hann innkaupa-
maður til 1980, en þá gerðist hann framkvæmdastjóri við hlið Magn-
úsar Ólafssonar. Arið 1985 varð Sigurður Gísli stjórnarformaður
Hagkaups, en segja má, að hann hafi árin 1984-1988 verið í fullu
starfi við smíði Kringlunnar. Sigurður Gísli er kvæntur Guðmundu
Helen Þórisdóttur. Þau eiga tvö börn, Jón Felix og Gísla Pálma. Jón
Pálmason, sem fæddist 3. ágúst 1959, hefur gengið í öll störf í fyrir-
tæki föður síns, frá því að hann lauk skyldunámi, hvort sem það var á
saumastofunni, í kjötdeildinni, á sendiferðabflum eða annað. „Faðir
okkar lagði ekki mikið upp úr háskólanámi,“ segir Jón. „Hann talaði
stundum um það, að laganámið hefði ekki komið sér að neinu gagni.
Hann vildi síðar miklu fremur ráða menn að fyrirtækinu og kenna
þeim rekstur en fá menn með háskólamenntun í lögfræði eða við-
skiptafræði þangað. Hann var alls ekki andvígur háskólamenntun; en
hann tók hana ekki eins hátíðlega og margir aðrir.“93 Jón Pálmason
er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Hagkaupsmanna og vinnur að
margvíslegri nýsköpun í fyrirtækjum þeirra. Jón er kvæntur Elísa-
betu Björnsdóttur. Þau eiga tvö börn, Guðrúnu og Jónínu Bríet, en
fyrir hjónaband eignaðist Jón son, Pálma, með Önnu Vilbergsdóttur
hjúkrunarfræðingi.
Eldri dóttir Pálma, Ingibjörg Stefanía, fæddist 12. apríl 1961 og
lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1981. Hún stundaði
nám í innanhússarkitektúr við Parsons School of Design í New York
°g lauk þaðan prófi árið 1988. Sambýlismaður hennar var Sigurbjörn
Jónsson myndlistarmaður, og áttu þau tvö börn, Sigurð Pálma og