Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 58
56
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
Júlíönu Sól. Þau slitu samvistir. Þess má geta, að Sigurbjörn er af
Reykjahlíðarætt eins og Pálmi og börn hans. Ingibjörg Stefanía sá
meðal annars um hönnun veitingastaðarins Ömmu Lú í Reykjavík
og um hönnun innanhúss í Hótel Borg. Núverandi sambýlismaður
hennar er Tómas Tómasson. Ingibjörg Stefanía rekur verslunina
Kosta Boda í Reykjavík. Yngri dóttir Pálma, Lilja Sigurlína, sem
fæddist 10. desember 1967, lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum
árið 1988; hún hafði dvalið eitt ár í Bandaríkjunum á menntaskólaár-
unum. Eftir það hóf hún nám í myndlist í Parsons School of Design,
en sneri heim, er faðir hennar lést, og hefur síðan búið í Reykjavík.
Sambýlismaður hennar er Birgir Þór Bieltvedt, og eiga þau eitt barn,
Stellu Rín.
Pálmi lét sér jafnan umhugað um sveitunga sína og frændur í
Skagafirði og fór oft þangað norður. „Fyrir nokkrum árum fórum
við saman á fornar slóðir,“ segir Andrés Björnsson. „í Hagafjallinu
gengum við um, þar sem við þekktum nánast hverja þúfu og hverja
laut. Við vorum eins og börn í annað sinn. Kirkjugarðurinn á Hofi
geymir grafir foreldra Pálma, afa hans báða, ömmur auk fjölda
skyldmenna og vina. Pálmi lét sér annt um Hofskirkju og kirkju-
garðinn. Á öllum sínum ferðum heim á æskuslóðir kom hann þar við
til að líta eftir kirkjunni og garðinum. Þegar við hittumst fáum dög-
um fyrir andlát hans, lék hann á als oddi og ráðgerði, að við færum
bráðlega norður. Sú ferð var aldrei farin.“ Pálmi hafði tekið upp
þann sið að fara í gönguferðir um hlíðar og holt í Austurbænum, oft-
ast með þremur kunningjum sínum, þeim Bárði Daníelssyni verk-
fræðingi, Eiríki Jónssyni kennara og Jakobi Jónassyni sálfræðingi.
Einn góðan veðurdag í aprílbyrjun 1991 fékk hann aðsvif á göngunni.
Félagar hans komu honum á Borgarspítalann, en eftir skamma stund
hresstist hann og fékk að fara heim. Á næsta degi tók hann að finna
til sárra verkja í brjósti, svo að hann var umsvifalaust sendur á
hjartadeild Landspítalans, en þar lést hann eftir sólarhring, hinn 4.
apríl 1991. Banamein hans var kransæðastífla.
VIII.
Ýmsir menn hafa á nítjándu og tuttugustu öld fengist við það að lýsa
hinu æskilegasta skipulagi. Þeir hafa viljað bæta heiminn með áætl-