Andvari - 01.01.1993, Side 69
andvari
EVRÓPUBANDALAGIÐ
67
rcenu ráðherranefndina (Nordisk ministerrád). Norðurlandaráð var stofnað
árið 1952 í samræmi við svonefndan Helsingforssáttmála og er ráðið sam-
eiginlegt þing allra Norðurlandanna fimm og sjálfstjórnarlandanna þriggja,
Alandseyja, Færeyja og Grænlands. Árið 1972 tók Norrœna ráðherranefnd-
in (Nordisk ministerrád) formlega til starfa í samræmi við Helsingforssátt-
málann og er ráðherranefndin eins konar ríkisstjórn Norðurlanda með
stjórnarráð sitt í Kaupmannahöfn. Samstarf innan Norðurlandaráðs nær til
allra þátta þjóðfélagsins. Hafði norræn samvinna náð því marki um 1985 að
sameiginlegur vinnumarkaður er á Norðurlöndum, sameiginlegt sjúkra- og
tryggingarkerfi og sömu reglur um réttindi og skyldur borgaranna gilda í
flestum greinum. Má fullyrða að norræn samvinna eigi sér engan sinn líka í
samskiptum fullvalda þjóða. Samvinnan hefur hins vegar byggst á jafnrétti
þjóðanna og samkomulagsreglu (konsensus-prinsippet) og hefur síðustu ár
ekki verið talin nægilega fljótvirk og árangursrík, sérstaklega á sviði efna-
hags- og viðskiptamála.
I fjórða lagi má nefna hernaðarsamvinnu ríkja við norðanvert Atlants-
haf, Norður-Atlantshafsbandalagið NATO (North Atlantic Treaty Organi-
zation) sem reist er á samningi frá 4. apríl 1949. Ríkin, sem aðild eiga að
samningnum, hafa skuldbundið sig til að leysa deilumál sín á friðsamlegan
hátt en jafnframt skulu þau auka efnahagssamvinnu sín á milli. í fimmta
lagi skal svo nefna Fríverslunarbandalag Evrópu, EFTA (European Free
Trade Association). Bandalagið var stofnað 20. nóvember 1959 með svo
kölluðum Stokkhólmssamningi. ísland gerðist aðili að samningnum 1. mars
1970. Þau ríki sem átt hafa aðild að bandalaginu voru níu: Austurríki, Bret-
land, Danmörk, Finnland, ísland, Noregur, Portúgal, Sviss (með Lichten-
stein) og Svíþjóð og var íbúafjöldi landanna um 100 milljónir manna þegar
flest var. Markmið bandalagsins var að stuðla að aukinni framleiðslu, stöð-
ugum hagvexti og fullri atvinnu. EFTA afnam innflutningstolla milli aðild-
arríkjanna en markmiðið var auk þess að afnema hvers konar afskipti hins
opinbera sem raskað gætu samkeppnisaðstöðu í ríkjunum. Samvinna
EFTA-ríkjanna hafði mikil áhrif á atvinnulíf og efnahag landanna. Ýmsum
stjórnmálamönnum í bandalagsríkjunum þótti bandalagið hins vegar
staðna og töldu það ekki geta veitt þá möguleika sem nauðsynlegir væru til
að auka viðskipti og verslun í Evrópu. Árið 1973 gengu Bretland og Dan-
mörk úr Fríverslunarbandalagi Evrópu og 1986 Portúgal og gerðust þessi
þrjú ríki aðilar að EB og síðan hefur EFTA verið að veslast upp.