Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 70

Andvari - 01.01.1993, Page 70
68 TRYGGVI GÍSLASON ANDVARI Evrópusamvinnan Sú samvinna ríkja, sem mest áhrif hefur haft á íslensk stjórnmál undanfarin ár, er samvinna ríkja innan EB. íslendingar hafa átt aðild að öllum þeim al- þjóðastofnunum, sem áður voru nefndar, og haft af því mikinn hagnað. Nú ríkir mikill áhugi meðal sterkra afla í þjóðfélaginu, einkum meðal atvinnu- rekenda og fjármagnseigenda, að tengjast EB með einum eða öðrum hætti. Er í fyrstu stefnt að aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, sem svo hefur verið nefnt. Hér er ekki unnt að gera grein fyrir Evrópska efnahags- svæðinu en ráð er fyrir því gert að ísland gerist aðili að því síðari hluta árs 1993. Önnur ríki Fríverslunarbandalags Evrópu, EFTA hafa hvert af öðru leitað fullrar aðildar að EB og láta ekki staðar numið við aðild að Evr- ópska efnahagssvæðinu enda þótt andstaða í löndunum sé sterk, og verður vikið að því síðar. Er nú rétt að víkja að aðalefni þessarar greinar og gera sér grein fyrir hvað EB felur í sér og verður fyrst rakinn aðdragandi að stofnun þess. Aðdragandi og upphaf EB Talið er að tvennt hafi einkum vakað fyrir leiðtogum ríkja Vestur-Evrópu við stofnun Efnahagsbandalags Evrópu á árunum um og eftir 1950. í fyrsta lagi hin sterka þörf eða hugsjón þjóða Vestur-Evrópu að tryggja frið í álf- unni eftir hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar. í öðru lagi sú stefna þeirra að treysta efnahag og atvinnu í Evrópu. En auk þess er talið að menn hafi viljað sporna við efnahagslegum áhrifum Bandaríkjamanna og Japana sem þá þegar voru talin fyrirsjáanleg. Styrkur Bandaríkja Norður-Ameríku hafði komið glögglega í ljós með þátttöku þeirra í síðari heimsstyrjöldinni en einnig með Marshallaðstoðinni [1948-1953], sem svo hefur verið nefnd. Þá hafði dugnaður og festa Japana við efnahagsuppbyggingu lands síns að lokinni heimsstyrjöldinni snemma komið í ljós og vakti eftirtekt og aðdáun en jafnframt ugg í brjóstum margra. George C. Marshall hershöfðingi [1880-1959] var utanríkisráðherra Bandaríkjanna á árunum 1947 til 1949 og varnarmálaráðherra til 1951. Árið 1947 lagði hann fram áætlun um endurreisn Evrópu. Samkvæmt henni skyldu ríki Evrópu skipuleggja í sameiningu viðreisnarstarf í löndum sínum eftir eyðileggingar í styrjöldinni. Bandaríkjamenn ætluðu síðan að leggja fram vörur, búnað og tæki til að auðvelda endurreisnarstarfið og til þess að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.