Andvari - 01.01.1993, Page 70
68
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
Evrópusamvinnan
Sú samvinna ríkja, sem mest áhrif hefur haft á íslensk stjórnmál undanfarin
ár, er samvinna ríkja innan EB. íslendingar hafa átt aðild að öllum þeim al-
þjóðastofnunum, sem áður voru nefndar, og haft af því mikinn hagnað. Nú
ríkir mikill áhugi meðal sterkra afla í þjóðfélaginu, einkum meðal atvinnu-
rekenda og fjármagnseigenda, að tengjast EB með einum eða öðrum hætti.
Er í fyrstu stefnt að aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, sem svo
hefur verið nefnt. Hér er ekki unnt að gera grein fyrir Evrópska efnahags-
svæðinu en ráð er fyrir því gert að ísland gerist aðili að því síðari hluta árs
1993. Önnur ríki Fríverslunarbandalags Evrópu, EFTA hafa hvert af öðru
leitað fullrar aðildar að EB og láta ekki staðar numið við aðild að Evr-
ópska efnahagssvæðinu enda þótt andstaða í löndunum sé sterk, og verður
vikið að því síðar. Er nú rétt að víkja að aðalefni þessarar greinar og gera
sér grein fyrir hvað EB felur í sér og verður fyrst rakinn aðdragandi að
stofnun þess.
Aðdragandi og upphaf EB
Talið er að tvennt hafi einkum vakað fyrir leiðtogum ríkja Vestur-Evrópu
við stofnun Efnahagsbandalags Evrópu á árunum um og eftir 1950. í fyrsta
lagi hin sterka þörf eða hugsjón þjóða Vestur-Evrópu að tryggja frið í álf-
unni eftir hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar. í öðru lagi sú stefna
þeirra að treysta efnahag og atvinnu í Evrópu. En auk þess er talið að
menn hafi viljað sporna við efnahagslegum áhrifum Bandaríkjamanna og
Japana sem þá þegar voru talin fyrirsjáanleg.
Styrkur Bandaríkja Norður-Ameríku hafði komið glögglega í ljós með
þátttöku þeirra í síðari heimsstyrjöldinni en einnig með Marshallaðstoðinni
[1948-1953], sem svo hefur verið nefnd. Þá hafði dugnaður og festa Japana
við efnahagsuppbyggingu lands síns að lokinni heimsstyrjöldinni snemma
komið í ljós og vakti eftirtekt og aðdáun en jafnframt ugg í brjóstum
margra.
George C. Marshall hershöfðingi [1880-1959] var utanríkisráðherra
Bandaríkjanna á árunum 1947 til 1949 og varnarmálaráðherra til 1951. Árið
1947 lagði hann fram áætlun um endurreisn Evrópu. Samkvæmt henni
skyldu ríki Evrópu skipuleggja í sameiningu viðreisnarstarf í löndum sínum
eftir eyðileggingar í styrjöldinni. Bandaríkjamenn ætluðu síðan að leggja
fram vörur, búnað og tæki til að auðvelda endurreisnarstarfið og til þess að