Andvari - 01.01.1993, Page 75
andvari
EVRÓPUBANDALAGIÐ
73
Ráðið
Ráðið - eða ráðherraráðið (Council of Ministers, Ministerrádet) og fram-
kvæmdastjórnin fara í sameiningu með löggjafar- og framkvæmdavald inn-
an bandalagsins. Ekki er um skýra verkaskiptingu milli þessara tveggja
stofnana að ræða og hefur það iðulega valdið ágreiningi, einkum þegar ráð-
ið, sem skipað er embættismönnum, hefur tekið sér meira vald en þinginu
hefur þótt hæfa. Þing EB fer enn sem komið er aðeins með umsagnar- og
eftirlitsvald en getur ekki sjálft sett lög. Dómstóll EB fer einn með dóms-
vald í málum sem sáttmálinn kveður á um.
I ráðinu situr einn ráðherra frá hverju aðildarlandi. Er það breytilegt
hvaða ráðherra situr þar. Fer það eftir þeim málum sem fjallað er um
hverju sinni. í ráðinu eru ráðherrarnir fulltrúar ríkisstjórnar sinnar en ekki
löggjafarþings lands síns en þeir verða að sjálfsögðu að taka tillit til vilja
þess og kjósenda heimafyrir. Fundir ráðsins eru lokaðir og engar upplýs-
ingar eru gefnar um umræður eða afgreiðslu mála. Hefur víða í löndum
bandalagsins, t.d. í Bretlandi og Danmörku, verið deilt á þessa skipan sem
þykir ekki lýðræðisleg.
Almenna reglan um atkvæðagreiðslu í ráðinu er einfaldur meirihluti.
Hefur hvert aðildarland þá eitt atkvæði. Hins vegar er mjög algengt að
aukins meirihluta sé krafist. Er atkvæðamagn þá 76 atkvæði þar sem Eng-
land, Frakkland, Ítalía og Þýskaland fara með 10 atkvæði hvert, Spánn fer
með 8 atkvæði, Belgía, Grikkland, Holland og Portúgal með 5 atkvæði
hvert, Danmörk og írland þrjú hvort og Lúxemborg fer þá með tvö at-
kvæði. Við aukinn meirihluta þarf 54 atkvæði til þess að tillaga hljóti sam-
þykki og auk þess þurfa iðulega 8 af löndunum að samþykkja tillöguna. í
einstaka tilviki þarf einróma samþykkt en með einingarlögunum (Single
European Act) frá 1986 var þessum tilvikum um einróma samþykkt í ráð-
inu fækkað.
Framkvœmdastjórnin
EB er sjálfstæður lögaðili og er framkvæmdastjórnin í fyrirsvari fyrir
bandalaginu og kemur fram fyrir þess hönd gagnvart öðrum ríkjum og
stofnunum. í framkvæmdastjórn EB eru 17 fulltrúar og eru þeir tilnefndir
af aðildarríkjunum til fjögurra ára. Stóru ríkin fimm eiga tvo fulltrúa hvert
en minni ríkin sjö einn fulltrúa hvert. Fulltrúar í framkvæmdastjórn EB