Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 76
74
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
eiga að starfa algerlega sjálfstætt með hagsmuni bandalagsins að leiðarljósi.
Ekki er unnt að víkja fulltrúum úr starfi nema þing EB samþykki vantraust
á framkvæmdastjórnina í heild. Hins vegar getur dómstóll EB vikið ein-
stökum fulltrúum frá ef þeir teljast hafa brotið af sér í starfi en krafa um
slíkt verður að koma frá ráðinu eða framkvæmdastjórninni sjálfri.
Framkvæmdastjórnin ber ábyrgð á verkum sínum í heild. Meirihluti ræð-
ur og verða a.m.k. 9 fulltrúar að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Fram-
kvæmdastjórnin hefur sér til aðstoðar skrifstofu í Bruxelles þar sem starfa
um 15 þúsund manns og er skrifstofunni skipt niður í eins konar ráðuneyti
sem fulltrúar í framkvæmdastjórninni veita forstöðu.
Meginhlutverk framkvæmdastjórnarinnar er að móta stefnu EB og að
setja lög og fylgja eftir lögum sem sett hafa verið. Er vald hennar því mjög
mikið og er jafn hátt sett og ráðherraráðið og ekki háð fyrirskipunum þess.
Framkvæmdastjórnin ber aðeins ábyrgð gagnvart þingi EB sem getur borið
fram og samþykkt vantraust á hana í heild.
Þing EB
Á þingi EB eiga nú sæti 518 fulltrúar sem kosnir eru beinum kosningum í
aðildarlöndunum og er kjörtímabil þeirra fimm ár. Við skiptingu þingsæta
er einkum höfð hliðsjón af íbúafjölda aðildarlandanna. Pó hafa fámennustu
ríkin nokkru fleiri þingsæti en íbúafjöldi segir til um og má taka sem dæmi
að Lúxemborg ætti aðeins að hafa einn fulltrúa og Danmörk átta. En eins
og skiptingin er nú hefur Belgía 24 fulltrúa á þinginu, Bretland 81, Dan-
mörk 16, Frakkland 81, Grikkland 24, Holland 25, írland 15, Ítalía 81, Lúx-
emborg 6, Portúgal 24, Spánn 60 og Þýskaland 81.
Þing EB er venjulega haldið í Strassborg en einnig í Lúxemborg ellegar í
Bruxelles 10 til 12 sinnum á ári þrjá til fimm daga í senn. Þingmaður á þingi
EB er aðeins bundinn af sannfæringu sinni en hvorki af fyrirmælum frá
þjóðþingi lands síns né ríkisstjórn. Algengt virðist að þingmaður greiði at-
kvæði í samræmi við afstöðu flokks þess sem hann telur sig til en á þingi
EB hafa stjórnmálaflokkar landanna með sér samvinnu og eru stærstu
stjórnmálaflokkarnir sósíalistar og kristilegir demókratar.
Fastanefndir þingsins, sem starfa í Bruxelles, eru 15 og eru á vegum
þeirra um 3000 starfsmenn. Samstarf þings EB og þjóðþinganna er óform-
legt. Verkefni þings EB er einkum þátttaka í ákvarðanatöku og má segja
að þingið geti samþykkt eins konar þingsályktunartillögur eða áskoranir til
ráðsins eða framkvæmdastjórnarinnar en samþykktir þingsins eru ekki