Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 78

Andvari - 01.01.1993, Page 78
76 TRYGGVI GÍSLASON ANDVARI stöðugleika í gjaldeyrisviðskiptum út á við og innan bandalagsríkjanna. í gjaldmiðilskerfinu hefur gjaldmiðill hvers aðildarríkis ákveðið fast gengi sem miðast við reikningseininguna ECU. Ef gengi gjaldmiðils víkur meira frá fastgenginu en reglur heimila er gripið til gjaldeyrissjóðs EB ellegar seðlabankar aðildarríkjanna taka í taumana. Evrópska gjaldmiðilskerfið EMS hefur haft mikil áhrif til aukins stöðug- leika. Má nefna að verðbólga í Frakklandi var aðeins um 3% á árunum 1985 til 1990 samanborið við um 11% verðbólgu á árunum 1975 til 1980 og í Bretlandi minnkaði verðbólgan úr tæplega 14% í liðlega 5% á þessu tíma- bili. Var talið að sameiginlegur innri markaður án myntbandalags væri dýr tímaskekkja (an expensive anachronism). Myntbandalag mundi bæta stór- lega samkeppnisaðstöðu bandalagsins og hvetja fjármálamenn til að grípa öll tækifæri sem gæfust. Síðustu misseri hafa hins vegar komið í ljós gallar á evrópska mynt- bandalaginu. Hefur það reynst vanmegnugt gagnvart spákaupmennsku hins alþjóðlega auðmagns og hafa fjölmargar grundvallarreglur þess verið felldar úr gildi og hafa aðildarríki bandalagsins dregið sig í hlé og er jafnvel fullyrt að myntbandalagið sé úr sögunni í núverandi mynd sinni. Samstarfsverkefni EB Eitt af því sem einkennir samstarf EB eru starfsáætlanir aðildarríkjanna sem eiga að efla einingu innan ríkjanna og auðvelda bandalaginu að ná markmiðum sínum. Ein djarfasta starfsáætlunin er LINGUA-áætlunin sem miðar að því að auka tungumálakunnáttu borgara aðildarríkjanna og er að því stefnt að allir borgarar hafi vald á tveimur tungumálum aðildarríkjanna auk móðurmáls síns. Önnur starfsáætlun EB er COMETT-áætlunin (Community Action Programme in Education and Training for Technology) sem samþykkt var í framkvæmdastjórninni 1986 og tók gildi í janúar 1987. Markmið áætlunar- innar er að efla samstarf með háskólum og atvinnuvegum í aðildarríkjun- um og í Evrópu. Áætlunin ERASMUS (the European Community Action Scheme for the Mobility of University Students) hefur vakið mikla athygli og þegar borið góðan árangur. Áætlunin felst í fyrsta lagi í því að efla sam- starf háskóla í löndum EB. í öðru lagi felst hún í því að styrkja nemenda- skipti milli háskóla í Evrópu. í þriðja lagi er stefnt að gagnkvæmri viður- kenningu á háskólaprófum í öllum löndum Evrópu og stuðla með því að auknu samstarfi háskóla í öllum Evrópulöndum. Hefur verið varið um 30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.