Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 82
80
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
var mikil áherslu á fólksfjölgun og fólksfjölda og miðstýringu (vald kon-
ungs) til að auka velsæld og velfarnað þegnanna. Meiri mannfjöldi átti að
tryggja nægt vinnuafl, öflugan verslunarmarkað, hermenn til hervarna og
til árásarstyrjalda til þess að unnt væri að færa út kvíarnar.
í kjölfar kaupauðgisstefnunnar á 18du öld, þegar kenningar hennar
hrundu á skömmum tíma, kom iðnbyltingin með öllum sínum breytingum
og kenningar frjálshyggjunnar ruddu sér til rúms. Kenningar frjálshyggj-
unnar voru í samræmi við tíðarandann, kröfuna um afnám einveldis, þing-
bundið lýðveldi og frjálsræði á öllum sviðum. Vaxandi borgarastétt í iðn-
ríkjum Evrópu krafðist ótakmarkaðs frelsis fyrir fjármagn undir vígorðinu
„laissez-faire“ - látið hlutina ráðast. Frumkrafa frjálshyggjunnar á sviði
efnahagsmála er að hið opinbera láti fjármála- og atvinnulífið afskiptalaust
og fjármagn standi að frjálsri verðmyndun í óheftri samkeppni. Enn sem
komið er hefur EB ekki getað látið þessa drauma rætast.
Meginmarkmið EB
Með Rómarsáttmálanum var stofnað evrópskt efnahagsbandalag, eins og
áður segir. Grundvöllur bandalagsins er tollabandalag sem tekur til allra
vöruviðskipta. „Markmið bandalagsins er að stofna sameiginlegan markað
og samræma í áföngum efnahagsstefnu aðildarríkjanna og stuðla að sam-
ræmdri þróun í efnahagsmálum innan bandalagsins, stöðugum og jöfnum
hagvexti, auknum stöðugleika og ört batnandi lífskjörum og að styrkja
sambandið milli ríkja þeirra sem bandalagið sameinar,“ eins og segir í ann-
arri grein Rómarsáttmálsns. EB er því í fyrsta lagi markaðsbandalag með
sameiginlegum tollmúr gagnvart ríkjum utan EB.
Starfsemi EB felst samkvæmt þriðju grein Rómarsáttmálans í að afnema
tolla og allar takmarkanir á inn- og útflutningi milli ríkjanna, afnema
hindranir við frjálsum ferðum manna, frjálsum þjónustuviðskiptum og
frjálsum fjármagnsflutningum, taka upp sameiginlega stefnu í landbúnaðar-
málum og samgöngumálum og að samræma löggjöf aðildarríkjanna eftir
því sem nauðsynlegt getur talist fyrir starfsemi innra markaðarins. Sameig-
inlega markaðinum átti að koma á smám saman á 12 ára tímabili og skyldi
aðlögunartímanum skipt í þrjú fjögurra ára tímabil sem mátti lengja eða
stytta með vissum skilyrðum. Með einingarlögunum frá 1986 var gert ráð
fyrir að þessu aðlögunartímabili lyki 31. desember 1992 og innra mark-
aðinum yrði komið á hinn 1. janúar 1993. Innri markaðurinn skyldi vera
svæði án innri landamæra þar sem frjáls flutningur á fólki, fjármagni, vöru
og þjónustu ríkti. Pað eru þessu fjögur ákvæði sem í daglegu tali hafa verið
\
Á