Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 84

Andvari - 01.01.1993, Page 84
82 TRYGGVI GÍSLASON ANDVARI menn bandalagsins sem vilja koma á sambandsríki en þekkja afstöðu bresku stjórnar- innar og bresku stjórnarandstöðunnar eru undir það búnir að fórna þessum hug- myndum sínum um sambandsríki til þess að gera Bretum kleift að gerast aðilar að bandalaginu. í lokaumræðum á breska þinginu um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu árið 1971 sagði þáverandi utanríkráðherra, Sir Alec Douglas-Home [f. 1903] að Bretland yrði aldrei neytt inn í sambandsríki Evrópu því að „stórveldi með sögu á borð við þessi ríki Evrópu verða ekki þvinguð eða neydd inn í stjórnmálasamband sem þeim fellur ekki í geð“. Jafnvel í um- ræðum í breska þinginu árið 1986, þegar einingarlögin voru til umræðu, sagði Sir Geoffrey Howe [f. 1926], þáverandi utanríkisráðherra Breta m.a.: Við erum hér ekki að tala um að lýsa yfir eða að boða bandaríki Evrópu. Það sem einingarlögin leiða ekki til - og mér er í mun að leggja á það sérstaka áherslu - þau leiða ekki til ríkismyndunar (federal union). (Sjá Oliver Letwin: Drift to Union. London 1989:5) Stjórnmál lúta sínum eigin lögmálum. Flestum er nú ljóst að EB er ekki að- eins efnahagsbandalag sjálfstæðra og fullvalda ríkja heldur er stefnt að einni pólitískri heild, Evrópusambandi eða bandaríkjum Evrópu. Pegar með Rómarsáttmálanum er mörkuð stefnan. I drögum að evrópsku ríkja- bandalagi (the Draft Treaty of European Union), sem þing EB samþykkti 14. febrúar 1984 en hlaut ekki staðfestingu aðildarríkjanna, er boðuð sama stefna og síðar kom fram í einingarlögum Evrópu, að öll lög EB hljóti þeg- ar í stað gildi í aðildarríkjunum og þegar lög EB og landslög greini á ráði lög EB. Að lokum má nefna Maastricht-samkomulagið frá því 11. desember 1991 þar sem endanlega var mörkuð sú stefna að koma á fót sambandsríki aðildarríkja EB sem hefði sameiginlegt löggjafarvald, sameiginlegt dóms- vald og sameiginlegt framkvæmdavald - eða með öðrum orðum: fullvalda ríki 325 milljóna manna - þjóða sem eiga sér ólíka sögu, ólíkar hefðir og ólíka menningu - og tala ólíkar þjóðtungur. Þetta er djörf áætlun og hún er gerð af miklum hugsjóna- og sannfæring- arkrafti. „Ef lönd Evrópu eiga að sigra í samkeppninni í heiminum, og þar með lifa af, er sameiginlegt stefnumark nauðsynlegt til þess að geta horft lengra fram á veginn en til dagsins í dag og til að njóta sameiginlegra krafta og nýta sameiginlega orku,“ segir Jacques Delors, núverandi formaður stjórnarnefndar EB og fyrrum fjármálaráðherra Frakklands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.