Andvari - 01.01.1993, Síða 87
andvari
EVRÓPUBANDALAGIÐ
85
kraftur í evrópskri menningu eigi rætur að rekja til þessarar fjölbreytni.
Hvað eftir annað hefur því verið spáð að Evrópa væri að hruni komin og
evrópsk menning að því komin að líða undir lok. Engu að síður hefur sjúki
maðurinn lifað af. Það sem ef til vill hefur vakið mesta furðu þeirra sem
fylgst hafa með umbyltingunni í Austur-Evrópu síðustu misserin er að
þrátt fyrir stjórnarfarslega kúgun og menningarlega niðurlægingu hafa mál-
samfélög og menningarheildir lifað af allar þrengingar. Það er á grundvelli
tungumáls síns og menningar sem þjóðir fyrrum Sovétríkjanna gera nú
kröfu um fullveldi og sjálfstæði þótt fleira blandist að sjálfsögðu þar inn í.
Margir óttast að sú breyting sem afdrifaríkust gæti orðið í sambandi við
samvinnu Evrópuríkja sé röskun á þessu einkenni evrópskrar menningar. í
stað margbreytileika og óteljandi þjóðtungna komi ein stór menningar-
heild, bandaríki Evrópu, með eitt opinbert tungumál og muni þetta leiða til
einhæfari menningar og vanmáttar. Framvindu sögunnar fær enginn stöðv-
að. Atburðir virðast lúta lögmálum sem menn hafa ekki stjórn á.
Ef litið er til þeirra þjóðtungna sem talaðar eru í Evrópu vekur það
furðu hversu margar tungur eru talaðar í ríkjunum tólf sem aðild eiga að
EB - en þær skipta mörgum tugum. Samkvæmt 217. grein Rómarsáttmál-
ans setur ráðið reglur sem gilda um tungumál innan stofnana bandalagsins.
Þær reglur sem nú eru í gildi kveða á um að opinber mál og vinnumál
stofnana EB séu níu: danska, enska, franska, hollenska, gríska, ítalska,
portúgalska, spænska og þýska. Eins og lesendur þekkja eru nokkur þess-
ara níu tungumála töluð sem opinbert mál í fleiri en einu aðildarríki. Enska
er töluð í Bretlandi og í írska lýðveldinu, franska í Frakklandi, Belgíu og
Lúxemborg, hollenska bæði í Hollandi og Belgíu og þýska í Þýskalandi og
Lúxemborg og raunar víðar.
Vegna þess að um er að ræða níu vinnumál þarf að sjálfsögðu að þýða
umræður jafnharðan svo og skjöl af ýmsu tagi. Ekki geta allir túlkar túlkað
af hvaða máli sem er. Eins og nú standa sakir er t.d. enginn dönsku túlk-
anna í EB sem getur túlkað úr grísku eða portúgölsku og verða þeir þá að
túlka ræður Grikkja og Portúgala eftir þýðingum úr ensku eða frönsku.
Tefur þetta fyrir og getur auk þess valdið misskilningi. Hafa verið gerðar
athuganir á þýðingum í stofnunum EB (sbr. Allan Karker. Dansk i EF - en
situationsrapport og sproget. Nordisk Spráksekretariat. Oslo 1993).
Ekki er unnt að gera hér grein fyrir þeim mikla fjölda tungumála sem er
að finna í aðildarríkjum EB. Hins vegar er ljóst að eitt af því sem stendur í
vegi fyrir fjölþjóðlegu samstarfi eru tungumálaerfiðleikarnir. Hefur þetta
berlega komið fram innan stofnana EB og þótt unnið sé að því að leysa
þennan vanda hillir ekki undir neina viðunandi lausn. Það sem getur því
m. a. reynst auknu samstarfi innan EB óþægur ljár í þúfu og hindrað þró-
un, sem að er stefnt, er fjölbreytileiki evrópskrar menningar og þar á meðal