Andvari - 01.01.1993, Page 89
andvari
EVRÓPUBANDALAGIÐ
87
Lokaorð
Eins og áður er að vikið hefur margt breyst í viðhorfum manna til alþjóð-
legrar samvinnu undanfarna áratugi - eða frá því Ragnar Frisch skrifaði
þessi orð sín. Þá hafa iðnríki Vesturlanda líka séð að þau nálgast endimörk
hagvaxtarins. Ein leið út úr þeim ógöngum er að skipta með sér verkum og
vinna saman og framleiða hver það sem hagkvæmast getur talist. Hins veg-
ar virðist fylgja í kjölfarið að ýmis mannleg og félagsleg verðmæti séu fyrir
borð borin í þessari víðtæku tilraun Evrópuríkja til að lifa af, svo vitnað sé
aftur í orð Delors, formanns framkvæmdastjórnar EB.
Islensk þjóð er aðeins til fyrir þá tungu sem hér er töluð og fyrir það
land sem fætt hefur þjóðina. íslensk menning hefur hins vegar alla tíð ausið
af brunnum evrópskrar menningar - eða réttara sagt menningar í Evrópu.
Ferðir íslendinga til menntunar og til starfa úti í álfunni hafa styrkt þjóð-
ina. Þjóðernisvakning íslendinga á síðustu öld á að sjálfsögðu rætur að
rekja til útlanda. Undir erlendri stjórn laut þjóðin lægst en best hefur geng-
ið þegar unnt hefur verið að halda frjálsum samskiptum við allar þjóðir. ís-
lendingar geta án efa lifað áfram hamingjusamir í þessu landi enda þótt hér
gildi evrópsk lög. Hins vegar verða allir að gera sér grein fyrir hvert stefnir
- hvað kann að vinnast og hvað kann að tapast. Frjáls og málefnaleg um-
ræða ein getur leitt okkur í allan sannleikann þar um.
Menntaskólanum á Akureyri 1993
HEIMILDIR
Björn S. Stefánsson. Hjáríki. Staða íslands samkvæmt samningsuppkastinu um EES.
Reykjavík 1992.
Bonde, Jens-Peter: Folkestyret og EF. Kpbenhavn 1990.
Bruttan, Sir Leon: Monetary Union, the issues and their impact. Centre for Policy Studies.
CPS. London 1990.
Colchester, Nicholas/Buchan, David: Europe relaunched. Truths and Illusions on the Way
to 1992. London 1990.
Congdon, Tim: EMU now? the leap to European money assessed. Centre for Policy Studies
CPS. London 1990.
DANMARK SOM EUROPÆISK KULTURNATION pá tœrskelen til det indre marked.
Kulturministeriet. Kpbenhavn 1989.
Duelund, Peter: DETINDRE MARKED OG KULTUREN. En underspgelse af ulemper
og fordele. Kulturministeriet. Kpbenhavn 1989.
EES í tölum. Tölulegar upplýsingar um ísland og Evrópska efnahagssvæðið. Hagstofa Evr-
ópubandalagsins. Lúxemborg [1991].