Andvari - 01.01.1993, Page 91
hallfreður örn eiríksson
Mannlýsingar og munnmæli
I
Um það bil sem íslenskir rithöfundar hófu aftur að semja bóksögur um
samtíðarmenn sína voru liðnar rúmar fimm aldir frá því að einföld at-
burðarás ásamt svarthvítum mannlýsingum ýtti til hliðar fjölþættum mann-
lýsingum í bókmenntum þjóðarinnar. Það var því ekki auðhlaupið verk að
hefja endurreisnarstarfið. Ef til vill kemur það nútímamönnum spánskt fyr-
ir sjónir að enginn íslenskur bókmenntafrömuður á fyrri hluta 19. aldar
skuli hafa tekið sér fyrir hendur að lýsa því hvað eftirbreytnisverðast væri í
Islendingasögum fyrir upprennandi rithöfunda þjóðarinnar, en sennilegast
hefur enginn þeirra talið þörf á að sinna svo augljósu máli; andi þessara
frumlegu fornsagna þjóðarinnar væri hvort eð er runninn henni í merg og
bein fyrir löngu svo að enginn þyrfti á þetta að minnast; má líka vera að
mönnum hafi fundist að flestu væri brýnna að koma á prent en slíkum hug-
leiðingum. Að minnsta kosti benti höfundur ritstjórnargreinarinnar Fjölnir
í Fjölni 1838 ekki á íslendingasögur sem heppilegar fyrirmyndir við samn-
ingu skáldsagna í anda hinna nýju tíma heldur hvatti presta og aðra áhuga-
menn að safna sögnum til að íslensk sagnaskáld hefðu einhverju úr að
moða, enda væru hinar þjóðkunnu og vinsælu skáldsögur skoska rithöf-
undarins Walters Scotts (1771-1832) og danska skáldsins Bernhards Sever-
ins Ingemanns (1789-1862) „flestar til búnar út úr gömlum almúgasögum,
hálfsönnum eður algerlega ósönnum sem verið hafa í munnmælum og al-
þýða hefir skjemt sér að, mann eftir mann.“ Þá trúðu menn því almennt að
Islendingasögur hefðu verið skráðar eftir sögnum úr munnmælum og þarf
varla að taka það fram að um þær sagnir hefði obbanum af íslendingum lítt
fallið í geð einkunnirnar hálfsannur eða alls ósannur. Jafnvel allt fram á
síðustu áratugi hafa fræðimenn ekki getað komið sér saman um hvað sé
beinlínis ósatt í íslendingasögum, nema þá helst sagnir „um álfa, tröll, aft-
urgöngur,“ svo að vitnað sé í hinn fræga formála Guðbrands Vigfússonar
að Þjóðsögum Jóns Árnasonar, sem komu út á árunum 1862-1864. Nær ára-
iugi fyrr hafði Guðbrandur látið í ljós vissar efasemdir um sagnfræðilegt
gildi forneskjusagna um Þorkel kröflu Vatnsdælagoða og bent á skyldleika