Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 91

Andvari - 01.01.1993, Page 91
hallfreður örn eiríksson Mannlýsingar og munnmæli I Um það bil sem íslenskir rithöfundar hófu aftur að semja bóksögur um samtíðarmenn sína voru liðnar rúmar fimm aldir frá því að einföld at- burðarás ásamt svarthvítum mannlýsingum ýtti til hliðar fjölþættum mann- lýsingum í bókmenntum þjóðarinnar. Það var því ekki auðhlaupið verk að hefja endurreisnarstarfið. Ef til vill kemur það nútímamönnum spánskt fyr- ir sjónir að enginn íslenskur bókmenntafrömuður á fyrri hluta 19. aldar skuli hafa tekið sér fyrir hendur að lýsa því hvað eftirbreytnisverðast væri í Islendingasögum fyrir upprennandi rithöfunda þjóðarinnar, en sennilegast hefur enginn þeirra talið þörf á að sinna svo augljósu máli; andi þessara frumlegu fornsagna þjóðarinnar væri hvort eð er runninn henni í merg og bein fyrir löngu svo að enginn þyrfti á þetta að minnast; má líka vera að mönnum hafi fundist að flestu væri brýnna að koma á prent en slíkum hug- leiðingum. Að minnsta kosti benti höfundur ritstjórnargreinarinnar Fjölnir í Fjölni 1838 ekki á íslendingasögur sem heppilegar fyrirmyndir við samn- ingu skáldsagna í anda hinna nýju tíma heldur hvatti presta og aðra áhuga- menn að safna sögnum til að íslensk sagnaskáld hefðu einhverju úr að moða, enda væru hinar þjóðkunnu og vinsælu skáldsögur skoska rithöf- undarins Walters Scotts (1771-1832) og danska skáldsins Bernhards Sever- ins Ingemanns (1789-1862) „flestar til búnar út úr gömlum almúgasögum, hálfsönnum eður algerlega ósönnum sem verið hafa í munnmælum og al- þýða hefir skjemt sér að, mann eftir mann.“ Þá trúðu menn því almennt að Islendingasögur hefðu verið skráðar eftir sögnum úr munnmælum og þarf varla að taka það fram að um þær sagnir hefði obbanum af íslendingum lítt fallið í geð einkunnirnar hálfsannur eða alls ósannur. Jafnvel allt fram á síðustu áratugi hafa fræðimenn ekki getað komið sér saman um hvað sé beinlínis ósatt í íslendingasögum, nema þá helst sagnir „um álfa, tröll, aft- urgöngur,“ svo að vitnað sé í hinn fræga formála Guðbrands Vigfússonar að Þjóðsögum Jóns Árnasonar, sem komu út á árunum 1862-1864. Nær ára- iugi fyrr hafði Guðbrandur látið í ljós vissar efasemdir um sagnfræðilegt gildi forneskjusagna um Þorkel kröflu Vatnsdælagoða og bent á skyldleika
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.