Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Síða 92

Andvari - 01.01.1993, Síða 92
90 HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON ANDVARI Áns sögu bogsveigis við söguna um Hamlet; síðar birti hann dæmi um skyldleika hetjukvæða Eddu og íslendingasagna. Hinar fræðilegu greinir sem gerst hafa með mönnum um íslendingasögur hafa ekki einskorðast við það hvað þar sé satt heldur einnig um það hvern- ig sannleikanum í þeim sé farið. Til þessara ólíku skoðana liggja margar og flóknar ástæður, en sögurnar eru ekki samstæð heild nema að formi, þó að greina megi gagnkvæm áhrif beggja meginflokkanna. í þeim íslendingasög- um sem ýmist hafa verið kallaðar „hinar eldri og betri“ eða „sígildar“ eru deilur af ýmsum toga uppistaða atburðarásarinnar. Þær voru leystar í mis- jafnlega miklu samræmi við stjórnskipun hins íslenska þjóðveldis, sem var í höfuðdráttum endurskapað ættaskipulag þar sem fjölmenn stétt sjálfseign- arbænda reisti veldi goðanna allrammar skorður. Þetta vissa valdajafnvægi var forsenda starfhæfni þinganna, bæði vorþinganna og Alþingis. Þar voru dæmd mál manna samkvæmt lögum sem goðarnir höfðu sett í Lögréttu á Alþingi, en þeim stofnunum stjórnaði lögsögumaður. Hins vegar var ekk- ert miðstýrt framkvæmdavald í landinu. Goðunum reið því mjög á að veita stuðningsmönnum sínum lið bæði í málaferlunum sjálfum og við fram- kvæmd dómsúrskurða því að fylgið var háð því að verulegu leyti hversu þeim tókst þar til. En hvorki var það einhlítt til sæmdar mönnum að hafa rétt mál að sækja né fara að lögum í málatilbúnaði því að stórmannlegra þótti að hefna frænda sinna en bera þá í sjóði, þ. e. að þiggja bætur eftir þá að lögum eða samkvæmt því sem sættir tækjust um. Einkamál voru engin svo að friðsamir menn áttu því nokkurn kost að freista þess að sætta máls- aðila sem fyrst og koma þannig í veg fyrir langvinnan ófrið. Upp úr sögnum af þessu flókna samspili málaferla, hefndarskyldu og sáttaviðleitni eru hinar sígildu íslendingasögur sprottnar. Verður seint úr því skorið hve sagnirnar hafa komist réttar á skinn en til þess þurftu sumar þeirra að ganga í munnmælum að minnsta kosti tvær aldir rúmar og aðrar hátt í þrjár. Bætti það síst úr að sögulegar sagnir eru einmitt sérstaklega gjarnar á að breytast vegna áhrifa þjóðtrúarsagna og svo auðvitað hættara við gleymskunni en ævintýralegum flökkusögnum sem leiftrar á í sígildum íslendingasögum. Samt varð margt minni fræðimanna til stuðnings, svo sem ættartölur, meitluð tilsvör og síðast en ekki síst vísur og kvæði. Áheyr- endur kröfðust fjörugra og skemmtilegra frásagna og sagnamenn urðu að leggja sig alla fram til að áheyrendur gæfu sögnunum gaum og gætu sagt þær öðrum síðar ef svo bar undir. Af þessum ástæðum lifði einungis hið áheyrilegasta í munnmælunum. Svo gat farið að mannlýsingar skerptust í þeim, t. d. varð hetjuskapur Gunnars Hámundarsonar eftirminnilegri við það að Gunnar barðist einn vonlausri baráttu, svo sem getur í Brennu- Njáls sögu og þremur eldri heimildum, en ekki við annan mann eins og stendur í Landnámu. En vitað er að sagnaskemmtun var tíðkuð á Alþingi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.