Andvari - 01.01.1993, Síða 92
90
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
ANDVARI
Áns sögu bogsveigis við söguna um Hamlet; síðar birti hann dæmi um
skyldleika hetjukvæða Eddu og íslendingasagna.
Hinar fræðilegu greinir sem gerst hafa með mönnum um íslendingasögur
hafa ekki einskorðast við það hvað þar sé satt heldur einnig um það hvern-
ig sannleikanum í þeim sé farið. Til þessara ólíku skoðana liggja margar og
flóknar ástæður, en sögurnar eru ekki samstæð heild nema að formi, þó að
greina megi gagnkvæm áhrif beggja meginflokkanna. í þeim íslendingasög-
um sem ýmist hafa verið kallaðar „hinar eldri og betri“ eða „sígildar“ eru
deilur af ýmsum toga uppistaða atburðarásarinnar. Þær voru leystar í mis-
jafnlega miklu samræmi við stjórnskipun hins íslenska þjóðveldis, sem var í
höfuðdráttum endurskapað ættaskipulag þar sem fjölmenn stétt sjálfseign-
arbænda reisti veldi goðanna allrammar skorður. Þetta vissa valdajafnvægi
var forsenda starfhæfni þinganna, bæði vorþinganna og Alþingis. Þar voru
dæmd mál manna samkvæmt lögum sem goðarnir höfðu sett í Lögréttu á
Alþingi, en þeim stofnunum stjórnaði lögsögumaður. Hins vegar var ekk-
ert miðstýrt framkvæmdavald í landinu. Goðunum reið því mjög á að veita
stuðningsmönnum sínum lið bæði í málaferlunum sjálfum og við fram-
kvæmd dómsúrskurða því að fylgið var háð því að verulegu leyti hversu
þeim tókst þar til. En hvorki var það einhlítt til sæmdar mönnum að hafa
rétt mál að sækja né fara að lögum í málatilbúnaði því að stórmannlegra
þótti að hefna frænda sinna en bera þá í sjóði, þ. e. að þiggja bætur eftir þá
að lögum eða samkvæmt því sem sættir tækjust um. Einkamál voru engin
svo að friðsamir menn áttu því nokkurn kost að freista þess að sætta máls-
aðila sem fyrst og koma þannig í veg fyrir langvinnan ófrið.
Upp úr sögnum af þessu flókna samspili málaferla, hefndarskyldu og
sáttaviðleitni eru hinar sígildu íslendingasögur sprottnar. Verður seint úr
því skorið hve sagnirnar hafa komist réttar á skinn en til þess þurftu sumar
þeirra að ganga í munnmælum að minnsta kosti tvær aldir rúmar og aðrar
hátt í þrjár. Bætti það síst úr að sögulegar sagnir eru einmitt sérstaklega
gjarnar á að breytast vegna áhrifa þjóðtrúarsagna og svo auðvitað hættara
við gleymskunni en ævintýralegum flökkusögnum sem leiftrar á í sígildum
íslendingasögum. Samt varð margt minni fræðimanna til stuðnings, svo
sem ættartölur, meitluð tilsvör og síðast en ekki síst vísur og kvæði. Áheyr-
endur kröfðust fjörugra og skemmtilegra frásagna og sagnamenn urðu að
leggja sig alla fram til að áheyrendur gæfu sögnunum gaum og gætu sagt
þær öðrum síðar ef svo bar undir. Af þessum ástæðum lifði einungis hið
áheyrilegasta í munnmælunum. Svo gat farið að mannlýsingar skerptust í
þeim, t. d. varð hetjuskapur Gunnars Hámundarsonar eftirminnilegri við
það að Gunnar barðist einn vonlausri baráttu, svo sem getur í Brennu-
Njáls sögu og þremur eldri heimildum, en ekki við annan mann eins og
stendur í Landnámu. En vitað er að sagnaskemmtun var tíðkuð á Alþingi