Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1993, Side 94

Andvari - 01.01.1993, Side 94
92 HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON ANDVARI jafnvel hin skynsamlegustu heilræði og ráðagerðir frægra vitringa stóðust misjafnlega mátt örlaganna eins og einna gleggst sést í Brennu-Njáls sögu. Sem von var hefur konum á söguöld verið það tamara að eggja deiga vandamenn hefnda en koma þeim sjálfar fram. Reyndust þær flestar að þessu andlega skyldari Brynhildi Buðladóttur en Guðrúnu Gjúkadóttur, tveimur stórráðum konum í hetjukvæðum Eddu, nema Auður í Laxdælu, eiginkona Þórðar Ingunnarsonar, þótt hún hefndi sín að vonum ekki eins greypilega og Guðrún Gjúkadóttir. Öllu meira varð úr raunum valkyrjunn- ar Brynhildar Buðladóttur sem hefndi svika elskhuga síns með því að ger- ast ráðbani hans. Líkust Brynhildi var Guðrún Ósvífursdóttir, helsta kven- hetja Laxdæla sögu, en hún lét sér það ekki brenna fyrir brjósti að hóta Bolla bónda sínum skilnaði nema hann vægi Kjartan Olafsson fóstbróður sinn. Við liggur að eggjan Hildigunnar Starkaðardóttur í Brennu-Njáls sögu hverfi í skuggann fyrir þessum ósköpum. Enginn gat ámælt Hildi- gunni fyrir að þvertaka eftir fall eiginmanns síns, Höskulds Hvítanessgoða, að sættast á heit Flosa, föðurbróður síns, um að sækja vígsmálið eftir Hösk- uld „til fullra laga eða veita til þeira sætta, er góðir menn sjá, að vér sém vel sæmdir af í alla staði,“ en krefjast heldur hefnda með því að leggja yfir Flosa með hinum mögnuðustu frýjunarorðum alblóðuga skikkjuna af Höskuldi dauðum. En ekki héldu þessar skapmiklu konur allar virðingu sinni eins og dæmi Þuríðar í Heiðarvíga sögu sannar. Hún eggjaði syni sína skörulega til hefnda; en nóg var þeim boðið þegar gamla konan hélt af stað með þeim; sáu þeir svo til þess á leiðinni að hún dytti af hestbaki í læk og sneri við það heim. Gráglettni bræðranna varð samt léttbærari Þuríði en örlögin urðu Guðrúnu Ósvífursdóttur og Hildigunni. Hjónaband Guðrúnar og Þorkels Eyjólfssonar hefur vart verið neitt girndarráð megi trúa Laxdælu, og höfundur Brennu-Njáls sögu virðist hafa þekkt of traustar heimildir um hjónaband Hildigunnar og Kára Sölmundarsonar, banamanns bónda hennar, til að rengja þær. Þar hefur Hildigunnur goldið þess að venja var í ættasamfélögum að treysta sættir eftir föngum með hjónabönd- um. III íslendingasögur hafa orðið Jóni Thoroddsen ómetanleg hvatning. Varla þarf nema líta yfir sögusvið Pilts og stúlku og Manns og konu til að sjá hvert metnaðarmál honum hefur verið að lýsa samtíð sinni eins rækilega og efni stóðu til hvoru sinni. í Pilti og stúlku kynnast lesendur lífinu bæði í heimasveit elskendanna og hinum unga höfuðstað, auk þess sem sögunni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.