Andvari - 01.01.1993, Page 95
andvari
MANNLÝSINGAR OG MUNNMÆLI
93
víkur suður í Bessastaðaskóla og Hafnarfjörð. í Manni og konu eru bænda-
samfélaginu gerð miklu rækilegri skil, en Reykjavík bregður rétt fyrir.
Að auki hefur lestur sögulegra skáldsagna Walters Scotts væntanlega átt
þátt í því hversu Jón gerði sér góða grein fyrir, hve margs þurfa rithöfundar
við til að draga upp sannfærandi mynd af samfélögum. Hann seildist víða
til þjóðsagnanna, því að hann vissi hve vel þær höfðu dugað Scott og fleiri
höfundum sögulegra skáldsagna. Petta reyndist Jóni létt verk eins og mikl-
um sagnamanni sæmdi; sýnilega kunni hann jafngóð skil á ævintýrum og
sögnum.
Einföld atburðarás og lítt flóknar mannlýsingar bregða yfir Pilt og stúlku
vissum ævintýrablæ. Ingveldur húsfreyja á Hóli ber svo mikla óvild til Sig-
ríðar dóttur sinnar að næst lægi við að bera hana saman við vonda ættingja
1 ævintýrum væru lík dæmi ekki þekkt úr hversdagslífinu. Danska kaup-
manninum L. svipar furðumikið til góðra vætta sem láta elskendurna í æv-
•ntýrunum ná saman í sögulok; kemur þetta heldur á óvart því að ekki eru
dönskum kaupmönnum vandaðar kveðjurnar að jafnaði í íslenskum þjóð-
sögnum.
I Manni og konu treystir Jón eingöngu á sagnirnar enda hæfa þær mæta-
vel anda verksins, en koma misgreinilega fram í mannlýsingunum. Hin
östjórnlega ágirnd séra Sigvalda, meginuppistaðan í skapgerð hans, verður
einmitt til þess að minna á þjóðsagnirnar um fégræðgi presta. í íslenskum
þjóðháttum getur séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili þess hve menn sáu
eftir því sem gekk í gjöld til presta og greiddu þau aldrei nema prestarnir
gengju eftir þeim og hættu þá á að fá af því ágirndarorð fyrir vikið. En
miklu oftar er vitnað til sagnanna sjálfra; kynnin^in á Hjálmari tudda er því
hkust sem þarna sé komið afbrigði af sögninni Atján barna faðir í álfheim-
um. Þegar Þórdísi húsfreyju dreymir að Þorsteinn vinnumaður guði á
gluggann fyrir ofan rúmið hjá henni og kveði vísu um andlát, minnir það
mjög á sagnir af voveiflega látnum mönnum. Þá er Bjarni bóndi á Leiti sem
hefur eftir alls kyns fáránlegar ýkjusagnir í góðri trú en nýtur samt sem áð-
Ur virðingar manna. Landshornamaðurinn Hallvarður Hallsson segir alls
kyns furðulegar sagnir, en ekki af trúgirni eins og Bjarni bóndi, heldur fær-
ir hann sjálfur sagnirnar í stílinn til að skemmta áheyrendum. En mesta
r®kt hefur höfundur lagt við að lýsa niðursetningnum Þuríði kerlingu og
heitt þar yfirburðaþekkingu sinni á munnmælum. Þuríður er forn í skapi,
skyggn og framsýn, enda verður henni ekki skotaskuld úr því að sjá fylgj-
Uua á undan flakkaranum Hallvarði Hallssyni sama kvöldið og hann er að
koma að Hlíð. Þar að auki er kerlingin sjóðfróð og kryddar spádóma sína
með sögnum um drauga og slysfarir. Þegar Sigurður húsbóndi hennar ligg-
Ur banaleguna heldur Þuríður að sjúkleika hans valdi sending frá hrygg-