Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 96
94
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
ANDVARI
brotnum biðli Sigrúnar, en Sigurður hafði verið andsnúinn ráðahagnum.
Sagnir um sendingar voru enn í góðu gengi á 19. öld eins og sést á þjóð-
sagnasafni Jóns Arnasonar, og heimildarmenn Jóns Thoroddsens hafa
sjálfsagt verið margfróðir um viðureign galdramannsins og kraftaskáldsins
Þormóðs í Gvendareyjum, fóstra Galdra-Lofts, við forherta galdramenn á
Vestfjörðum vegna þess að ungum manni þar vestra hafði verið synjað
ráðahags við stúlku. Faðir piltsins brást reiður við og sendi stúlkunni loft-
anda en Þormóður sá við honum og slóst þá rammgöldróttur frændi þeirra
feðga í málið. Þegar þessar sagnir eru hafðar í huga er ekki undarlegt þótt
Þuríður kerling hafi viljað bregða á sama ráð og aðstandendur stúlkunnar,
en á það leist húsbændum Þuríðar ekki og eyddu þeir málinu. Að vonum
finnst Þuríði þetta hin mesta ráðleysa, en fær auðvitað engu um þokað, og
tekur þá það til bragðs að fara með bænina um þau sjö Jesú nöfn:
„Fyrsta Domino, annað Meus, þriðja Messías, fjórða Rabbuni, fimmta
Emanúel, sjötta Lávarður, sjöunda Benedictus, öll þessi sjö nöfn set ég yfir
mér og undir og allt um kring og milli mín og allra minna óvina og djöfuls-
ins erindisreka, amen.“
Ekki hefur kerlingu þótt fulltryggt að fara með nema latínuskotnar bæn-
ir þegar svo mikið lá við, en alþýða manna taldi latínuna áhrifameiri móð-
urmálinu til galdra, löngu eftir að þjóðin var orðin allútersk; drottinleg bæn
varð að galdraþulu væri hún skráð á latínu. Skorti samt ekki áhrifamiklar
bænir á móðurmálinu kláru og kvittu, og á þeim kunni Þuríður kerling
engu síðri skil eins og sést á þessari kvöldbæn:
„Guðs engil til höfða og fóta / hef ég mér til unaðsbóta, / Pétur og Páll á
miðri mér! / en marghataður Lussifer / flæmist aftur fyrir skut, / já, skut.“
Snoðlík Þuríði er Hallbera í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness og
hún sækir einnegin styrk í katólska bæn áður en hún gengur til náða:
„Falsrefur fá þú skamm,
farðu ekki inní mín hús,
haf þig í burt héðan,
því hér stendur Jesús.
Út Kurkur,
inn Jesús,
út Kólumkill,
inn Guðseingill,
út Ragerist,
inn Jesúkrist,
út Malediktus,
inn Benediktus -
Þegar hún hafði mælt fram þessa fornhelgu bæn signdi hún sig og sagði:
Við gefum oss öll á guðs vald og góða nótt.