Andvari - 01.01.1993, Page 108
106
ANDRÉS BJÖRNSSON
ANDVARI
eins mikið þrek í því að verja hið forna biskupsvald hér á landi eins og
hann sýndi kapp á að ná því, og að þetta vald hafi því rýrnað í meðferð
hans.“
Fleiri slíkum setningum hefur Grímur laumað inn í grein sína, en þess
ber þó að gæta að hann gerir tilraunir til að milda neikvæðar umsagnir og
bera í bætifláka fyrir biskupinn. Grein sinni lýkur Grímur svo:
„Eg hef ritað það sem á undan fer eins og eg veit réttast og sannast,
kalalaust og smjaðurlaust. Eigi æviminningar að hafa nokkra þýðingu, ber
að sneiða jafnt hjá ofhóli sem oflasti. Að öðrum kosti gjöra þær fremur
skaða en gagn, og eru hvorki til eftirdæmis né viðvörunar.“
Grími Thomsen var að ýmsu leyti vandgert við Pétur biskup vegna gró-
innar vináttu við bræður hans og venslafólk látið og lifandi, og margt bend-
ir til að Grímur hafi helst viljað fylgja hinu fornkveðna:
Vin sínum
skal maður vinur vera
þeim og þess vin -
Þorsteinn Erlingsson segir að Grímur skrifi þessi eftirmæli um Pétur biskup
„nauðugur“, en gefur enga skýringu á því, enda er hún líklega torfundin
nema ef nefna skyldi franskættað sjálflært raunsæi.
Grímur orti um ættingja og tengdamann Péturs biskups eftirmæli þrung-
in hryggð við fráfall þeirra. Bent skal á kveðjuljóðið til öðlingsins Brynj-
ólfs, bróður Péturs biskups, sem sýnist hafa verið sá maður sem Grímur
bast tryggustum vinarböndum og sýndi mestan trúnað sem sjá má af bréfa-
skiptum þeirra. Brynjólfur var sá Islendinga sem ekki virtist eiga neina
óvildarmenn, sat þó í erfiðri og vandasamri stöðu og dó ungur frá miklu
verki óloknu fyrir fósturjörð sína og vini. Ekki sparar Grímur honum lofið,
enda átti hann það án alls efa skilið.
Grímur var í vinfengi við dætur Péturs biskups, Elinborgu, konu Bergs
Thorbergs landshöfðingja og Þóru, konu Þorvalds Thoroddsens og sýndi
þeim vináttuvott með ýmsu móti. Hann hafði ort fallegar vísur eftir Berg
Thorberg látinn 1886.
Hvað kom nú Grími til að bregðast vinum sínum með þessum eftirmæl-
um? Svör við því verða varla annað en ágiskanir. Kannski liggur næst að
trúa því sem Grímur telur sig þurfa að taka fram í eftirmælagreininni, að af
hans hálfu sé aðeins um að ræða raunsæ eftirmæli, - að forðast ofhól og of-
last, en þau eigi að vera hvort tveggja, til eftirdæmis og viðvörunar. -
Kannski voru þessi eftirmæli aðeins afleiðing af skapferli Gríms, óháð
persónu Péturs biskups, ef til vill kölluðu þau að á óhentugum tíma fyrir
mislyndan skrásetjara.
Aðdáun Þorsteins Erlingssonar á þessari eftirmælagrein var tæpast minni