Andvari - 01.01.1993, Side 110
108
ANDRÉS BJÖRNSSON
ANDVARI
eða meta hann, það hafi hún þegar gert, hann fái ekki meira lof dauður en
lifandi, flest gullkorn hans sé búið að grafa upp og sýna á honum allar hlið-
ar. - Ekki lítur svo út frá nútímanum séð. Grími sýnist hafa gengið treglega
að koma sér fyrir á Bragabekk, og kvæði hans eru ekki rækilega könnuð
enn í dag.
Þorsteinn segir að réttast væri að kalla Grím forníslenskan eða fornnor-
rænan, en bætir svo óvænt við að það hafi raunar verið aðaleinkenni Gríms
að hann væri alóíslenskur bæði sem maður og skáld.
Þetta virðist þversögn, en þó kemst Þorsteinn þarna býsna nærri sann-
leikanum, þar sem uppruni raunsæisins, franska heimspekin, er sjaldan
mjög langt undan hjá Grími. Sama máli gegnir um Gest Pálsson, sem kallar
Grím „einkennilegan“ eða „sérkennilegan“ og minnir um leið á Sainte-
Beuve og leit hans að hinu sérkennilega og einstaklingsbundna. Hvorugur
þeirra Þorsteins gerir sér þó fyllilega ljóst að Grímur var að líkindum eini
maður á íslandi sem hafði forsendur til að skilja og meta raunsæilegan
skáldskap að minnsta kosti á fyrri stigum hans, þó að því færi reyndar fjarri
að hann fylgdi þeirri stefnu á leiðarenda.
Á síðustu æviárum Gríms er augljós andúð hans á efnishyggju samtím-
ans. Sérstaklega kemur hún skýrt fram í kvæðinu Hið nýja Ginnungagap.
Frá sjónarhóli Gríms horfir hin nýja heimsmynd vísindanna þannig við:
Alkort þvflíkt aðeins lýjur,
eigi hefir tromf það nein,
bacillar og bakteríur
búa í þeirri veröld ein.
Sögukvæði Gríms Thomsens eru helsti ásteytingarsteinn Þorsteins. Hann
segir að skapið beri Grím þar oft ofurliði og ákefðin að kynna fornöldina.
Þar verði menn minna varir við að höfundur sé skáld, heldur en hitt, hvað
hann sé liðugur og laginn að nota orð og hugsanir annarra manna, lítið sé
þar frá sjálfum honum og oft betur ósagt. Þessu til sönnunar bendir hann á
kvæðin Hemingsflokk og Sigríði Erlingsdóttur. Þessum fullyrðingum Þor-
steins Erlingssonar er erfitt að kyngja. Þorsteinn tekur þær að vísu ekki
upp hjá sjálfum sér, en hefur þær auðsjáanlega eftir Einari Benediktssyni,
sem skrifar ritdóm í Þjóðólf um ljóðmæli Gríms 1895. Raunar styðst Þor-
steinn við fleira úr þessum ritdómi Einars í eftirmælum sínum um Grím.
Rímnaskáld höfðu löngum haft einkarétt á að snúa rituðum sögum í
bundið mál, og þótti það ekki nema sjálfsagt. Hér gekk hins vegar inn á
sviðið fjölmenntaður fagurfræðingur sem nálgaðist sömu viðfangsefni með
allt öðrum hætti en áður hafði tíðkast.