Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1993, Qupperneq 114

Andvari - 01.01.1993, Qupperneq 114
112 ÚLFAR BRAGASON ANDVARI manst það. Hvort þú hefir erft skáldgáfuna af foreldrum þínum eða hvaðan þér er komið minni þitt. Þá þætti mér mjög gaman að vita, á hvaða stöðum þú varst vestra og hve lengi í stað, hvar þú namst land (lönd), hverja stjórnmálaflokka þú fylltir í U.S.A. og Canada. Fróðlegt líka að vita um bókakost þinn, hverja höfunda þú hefir helzt lesið eða hvaða menn íslenzkir höfðu helzt áhrif á þig hér heima í uppvexti. Giftingarár þitt vildi ég og vita og aldur barna þinna og hvað þau stunda. Auk alls þessa væri afar gaman að smásögum úr ævi þinni þar vestra, t.d. ferðalögum, eða frumbýlingsárum. Þessa fyrirhuguðu grein mína þyrfti ég að semja seint í júlí eða fyrst í ágúst, og þó að til mikils sé nú mælzt, þá treysti ég þér nú til að veita mér einhverja úrlausn og helzt sem orðflesta, því að ég mun hafa sagt þér það áður, að mér finnst þú ævinlega of orðfár, en aðrir rithöfundar of orðmargir [153-54]. Baldur hefur haft rómantískar hugmyndir um ritstörf og skilningur hans á ljóðum Stephans verið ævisögulegur - eða eins og hann segir að innri mað- ur höfundarins þekkist af kvæðum hans. Pví gerir hann ekki greinarmun á ævi og ritferli eins og Stephan hafði gert í fyrstu úrlausn sinni. Ekki leið á löngu áður en Stephan sinnti kalli Baldurs. Drög til ævisögu eru dagsett 31. maí 1923 (ártalið 1922 sem stendur í handritinu fær ekki staðist þegar bréfaskipti þeirra Baldurs eru skoðuð í heild). Stephan hefur sent Baldri þau jafnharðan eins og kemur fram í bréfi sem hann ritaði 10. júní: Nú, fyrir nálægt viku, sendi ég þér sendingu áleiðis til Islands, venjulega póstgötu. . . . Það var „syrpa“ ein, sóðaleg, en átti að vera í þá átt, sem þú mæltist til í bréfi þínu, inu síðasta. Eg kem nú til að biðja þig afsökunar á öllu flaustrinu. Allt varð mér um hönd, ég var jafnvel pappírslítill . . . en mátti ekki missa neina frístund, sem félli til milli annarra vika, til að hlaupa í og úr þessu, ætti ég [að] geta sýnt lit á að vilja gegna þér. Fyrirgefðu vanhöldin öll, og getir þú nokkuð notað úr þessu „bráðræði", verður þú að laga framsögn og stafsetningu. Um það hirti ég ekkert [III: 56-57]. Af þessu sést að Stephan hefur skrifað æviágripið á mjög skömmum tíma. Sé gengið út frá því að bréf Baldurs hafi verið um þrjár vikur á leiðinni milli Reykjavíkur og Markerville í Albertafylki í Kanada, þar sem Stephan bjó, svipað og bréf hans frá 23. janúar (sbr. bréf Stephans 6. mars [III: 78]), hefur hann samið það á um það bil viku. En drögin eru tuttugu síður í Bréfum og ritgerðum (IV: 79-98). Orð Stephans bera einnig glöggt vitni um aðstæður hans þegar hann var að skrifa drögin, ásetning hans að verða við ósk Baldurs og að hann taldi textann standa til bóta. Enda bætti hann síðar tvívegis við þau fyrir beiðni Baldurs. Kallast þeir þættir Úr „Skólasög- unni“ (1924) og Afsökun (1925) í útgáfu Þorkels Jóhannessonar. Þetta verður að hafa í huga þegar æviágrip Stephans er skoðað. Aðstæður hans skýra vafalaust að einhverju leyti hversu bundinn hann er spurningum Baldurs við ritun þess eins og brátt verður vikið að. Þó nefnir hann síðar að hann vakni „skást við, ef að einhverju er spurt [IV: 104]“. Það sést líka af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.