Andvari - 01.01.1993, Side 117
andvari
ORÐ VEX AF ORÐI
115
og stundum nefnir sögumaður líkt og í upphafi það sem var eins eða breytt
þegar hann heimsótti ísland 1917 til samanburðar við frásögnina af æskuár-
unum.
Til er fjöldi sjálfsævisagna eftir innflytjendur í Vesturheimi. Hefur þeim
verið skipað í sérstakan flokk og þeirri skoðun haldið fram að þær beri
þess merki að höfundarnir hafi skrifað þær til að vinna úr togstreitu innra
með sér milli gamla landsins og nýju heimkynnanna (Wong 142-46). Steph-
an hafði hins vegar fyrir löngu samræmt andstæðurnar í lífi sínu þegar hann
skrifaði Drög til ævisögu (Sigurður Nordal 70). Hann þurfti því ekki að
skrifa um lífshlaup sitt til að ná áttum enda er æviágripið ekki sett saman af
eigin hvötum. Það er vegna fyrirspurna Baldurs að frásögn hans af upp-
vaxtarárunum á íslandi er rúmur helmingur textans. Atburðirnir í Amer-
íku, sem hann segir frá, tengjast flestir frumbýlingsárunum þar eins og
Baldur hafði gefið honum tilefni til.
Stephan nefnir þó á einum stað að atvik hafi skýrst fyrir sér þegar hann
var að fjalla um það í æviágripinu og samanburður á smágrein um brottför
hans frá Akureyri 5. ágúst 1873, sem þar er, við frásögn um sama efni í
Ferðasögu frá íslandi til Ameríku árið 1873 og Minni íslands sem flutt var
1897 sýnir að viðhorf hans til brottflutningsins hafa breyst í áranna rás. En
sjálf vesturförin, flutningurinn milli landa og menningarsvæða, er auðvitað
nauðsynlegt atriði í ævisögum innflytjenda frá Evrópu í Vesturheimi. I
ferðasögunni er Akureyri, en þaðan fór Stephan og samferðafólk hans ut-
nn, kölluð „Örvæntingareyri inna fyrirdæmdu, sem ætluðu að kveðja gamla
Island og svífa á vængjum vinds og gufu vestur langt í sælli heim [IV, 111]“
og brottsiglingunni er lýst svo:
Margir íslendingar fylgdu okkur fram, en þó fór svo, að ég gat ekki kvatt neinn af
kunningjum mínum. Kl. 2 var létt akkerum; sungu þá Englendingar gamla lagið;
„God save our gracious Queen“, sem er sama og okkar „Eldgamla ísafold". Var það
ið eina, sem gamla Garðarsey var kvödd með, og það kom frá erlendum ferðamönn-
um! Alla þessa nótt vakti ég og lá fram í skut. Var vindur á suðaustan með þokurof-
um og dimmu. Tjörnes var víst ið síðasta, sem ég sá af ættjörðu minni [IV: 114].
I ferðasögunni gætir hvors tveggja, eftirvæntingar eftir nýja landinu og
saknaðar til ættjarðarinnar. En menningarskilin milli fslands og hins ensku-
mælandi heims koma sérstaklega glöggt í ljós í söngnum.
Tuttugu og fjórum árum síðar hefur þessi mynd tekið nokkrum breyting-
um. Enn er sagt að vesturfararnir hafi trúað „öruggt á heiminn og ham-
ingjuna“, mönnum hafi auðvitað þótt „sárt að skilja en þeir höfðu svo góða
von hver um annars velferð“. Brottförinni er hins vegar lýst þannig í ræð-
unni:
Á seinasta bátnum var 19 vetra unglingur, sem ekki hafði hraðað sér fyrr fram en í