Andvari - 01.01.1993, Side 127
ANDVARI
FYRSTU REYKJAVÍKURÁRIN
125
lund. Sjálfur mun hann hafa átt fátt annað til bús að leggja eftir Hafnarárin
en sæmilegan fatnað og fáeinar bækur. Hvorttveggja var honum ætíð síðan
innri nauðsyn að eiga.
Á öðru hjúskaparári eignuðust þau hjónin dóttur, sem skírð var Dagmar.
Hún lést á fyrsta ári úr kíghósta. Ef til vill á hin átakanlega lýsing á dauða
barns Höllu í Heiðarbýlissögunum sér stoð í þessari þungbæru persónulegu
reynslu.
Guðrún hafði komið ákaflega hart niður að þessu barni, svo tvísýnt þótti
um líf hennar. Hún virðist því ekki hafa treyst sér til að ala fleiri börn því
að skömmu síðar ráðast þau hjónin í að taka fósturbarn. Á Laugaveginum
skammt frá heimili þeirra bjuggu fátæk hjón austan úr Rangárvallasýslu.
Heimilisfaðirinn dó úr lungnabólgu um hávetur og lét eftir sig hóp barna í
sárustu örbirgð. Eitt þeirra, Mörtu Magnúsdóttur, tóku þau Guðmundur til
fósturs og ólu hana upp, en sjálfum varð þeim ekki fleiri barna auðið.
Sem dæmi um þröngan fjárhag þeirra hjóna á fyrstu Reykjavíkurárunum
má nefna að í smágrein segist Guðmundi svo frá að ekki hafi hann haft ráð
á að sjá af tíu aurum í aðgangseyri á opinberan fyrirlestur hjá Guðmundi
Björnssyni á annan í jólum 1898. En kona hans reyndist honum samhent,
treysti honum og bar virðingu fyrir hæfileikum hans. Hún var prúðmannleg
kona svo í minnum er haft.
Á þessum frumbýlingsárum fékkst Guðmundur við ýmis aukastörf, svo
sem kennslu og skriftir fyrir embættismenn. En fyrir utan fast starf hjá leik-
félaginu, sem reyndist mjög tekjurýrt, hóf hann prentstörf hjá ísafoldar-
prentsmiðju árið 1899. Setjarastarfið reyndist Guðmundi nauðungarvinna,
einkum er fram í sótti. Taldi hann sig ekki afkastamann á þeim vettvangi,
ekki ráða yfir þeirri einbeitingu hugans, sem slíkt starf krefðist. Pó neydd-
ist hann til að lifa af því lengi síðan.
Tvennt virðist einkum togast á hjá Guðmundi þessi fyrstu ár í Reykjavík
- Ieikhúsið og Ijóðlistin. Prátt fyrir þrotlaust strit vegna heimilisstofnunar
og síðar kaupa á húsi fæst hann að staðaldri við ljóðagerð og birtust sum
þeirra jafnharðan í blöðunum. Frá árinu 1899 er kvæðið Skipbrot, er vakti
talsverða athygli. Þar er dregin upp skýr og nöturleg mynd af auðnuleysi
námsmanns og Hafnar-íslendings. Kvæðið er í eins konar ballöðuformi,
líkt og kvæðið Stúlkan í turninum, er hann orti á Hafnarárunum.
Síðla árs 1899 sendi Guðmundur frá sér fyrstu bók sína, Heima og er-
lendis, litla bók, ljóðin flest frá Hafnarárunum. Hafði Björn Jónsson lánað
honum fé fyrir prentunarkostnaði, en sjálfur var hann ábyrgur fyrir útgáf-
unni. Ekki reyndist bókin honum féþúfa. Á gjafaeintaki til háskólans segist
hann aldrei hafa fengið eyris virði fyrir hana. Hins vegar var hennar getið í
blöðum og yfirleitt vinsamlega.
Jón Ólafsson benti á þá staðreynd að iðnaðarmaður - prentari - hefði nú