Andvari - 01.01.1993, Side 134
132
HALLA KJARTANSDÓTTIR
ANDVARI
speki sem bjó að baki og lagði grunninn að stofnun réttarríkis hér í heiðnu
landi. En um leið er hann að sýna fram á hvaða eðlisþættir mannsins hljóti
að vera máttarstólpar heilbrigðs samfélags.
Auðmýkt, lotning og virðing fyrir lífinu og guðdómi þess eru viðhorf sem
kristnin boðar, ásamt samábyrgð manna, kærleika og bræðralagi. Að mati
Gunnars hefur samfélag heiðinna allt þetta til að bera og í þessum boðskap
virðast áhangendur ólíkra trúarbragða geta sameinast. Stofnun Alþingis í
Jörð verður sönnun þessa þar sem ein lög voru samþykkt fyrir kristna
menn og heiðna í krafti þess sameiningar- og friðarvilja sem trúarbrögð
þeirra beggja boða. í lok sögunnar kvænist svo Þorkell máni, sonur Þor-
steins Ingólfssonar, kristinni konu, sem hefði verið óhugsandi fyrir afa hans
Ingólf, sem meinaði kristnum mönnum inngöngu í hof sitt. Þannig má segja
að hjónaband Þorkels vísi með táknrænum hætti fram til þess sáttmála
tveggja trúarbragða sem gerður er í Hvítakristi.
III
Það má líta á Hvítakrist sem sjálfstætt framhald Jarðar. Og sá lífsskilningur
Gunnars sem birtist í Jörð og felst í túlkun hans á hinum heiðnu trúar-
brögðum, verður ef til vill ennþá skýrari í Hvítakristi í lýsingu hans á Svert-
ingi Runúlfssyni og þeim trúarátökum sem eiga sér stað innra með honum.
í Hvítakristi er sjónarhorn höfundar annað en í Jörð því þar beinir höf-
undur sjónum sínum að kristninni fyrst og fremst og horfir þaðan í átt til
þess sem sameinar kristni og heiðni. Þar eru þó sýndar fleiri hliðar bæði á
kristinni trú og heiðinni og birtingarformum þeirra í mannlegri breytni,
heldur en í lýsingu Jarðar á heiðninni, sem er nokkuð einhliða og dregur
óneitanlega upp fegraða og upphafna mynd af heiðinni trú. En þau um-
skipti sem þarna verða benda e.t.v. til þess sem Sveinn Skorri hefur skil-
greint sem þróun í sögusýn Gunnars:
. . . frá rómantískri hetjudýrkun . . . til dýpri og raunsærri sundurgreiningar sögulegra
atburða, persóna og þróunar. . .4
í Hvítakristi hefur höfundur þó sama markmið, að draga fram sameiginleg-
an kjarna trúarbragðanna. Hann velur sér þó aðra leið, bæði annan frá-
sagnarhátt og lýsir jafnframt margbrotnari hugmyndaheimi. Frásögnin er
borin uppi af þremur ólíkum frásagnarmönnum. í fyrsta hluta hennar hefur
Svertingur Runúlfsson orðið og talar í gegnum Torfkel fóstra sinn, sem
flytur goðanum Runúlfi frásögn sonarins. Svertingur er þá einn af fjórum
íslenskum gíslum Ólafs Tryggvasonar sem konungur hefur hótað lífláti lög-
leiði landsmenn ekki kristni. Frásögn Svertings er í raun þroskasaga hans,