Andvari - 01.01.1993, Page 140
138
HALLA KJARTANSDÓTTIR
ANDVARI
bragðanna sé öðrum þræði sprottin af rótum rómantíkurinnar, á hún þó
umfram allt rætur í þörf hans sjálfs til að brjóta til mergjar hugsunina um
eðli og innsta kjarna tilverunnar.
Sögusýn Gunnars er einkum háð leit að algildum sannindum um mann-
lífið. Hún er mjög víðfeðm vegna þess að hún beinist að kjarna mannlegrar
tilveru sem Gunnar trúir að sé einn og eilífur. Og þessa kjarna verður ekki
leitað utan mannsins sjálfs heldur í innstu leyndum sálarinnar. Af þeim
sökum er einstaklingshyggja Gunnars svo samofin trúarviðhorfi hans.
HEIMILDA- OG TILVÍSANASKRÁ
1. Sveinn Skorri Höskuldsson: „Draumur í sýn“, Skírnir, Reykjavík 1974, stuðst við flokk-
un hans á sögum Landnámsflokksins, bls. 116.
2. Gunnar Gunnarsson: Hvítikristur, Reykjavík 1950, bls. 118.
3. Gunnar Gunnarsson: Jörð, Reykjavík 1950, bls. 91.
4. Sveinn Skorri Höskuldsson: „Draumur í sýn“, Skírnir, Reykjavík 1974, bls. 122-3.
5. Gunnar Gunnarsson: Hvítikristur, Reykjavík 1950, bls. 116.
6. Sami, bls. 26.
7. Sami, bls. 82.
8. Gunnar Gunnarsson: „Örlög“, Árbók 46-7, Reykjavík 1948, bls. 116.
(Grein þessa skrifaði Gunnar á þýsku árið 1936 og undir heitinu „Der nordische Schick-
salsgedanke.“)
9. Sama bls. 120.
10. Hér er stuðst við enska þýðingu eftir Hannah og Stanley Mitchell:
Georg Lukács: The Historical Novel, 4. útg. London 1978.
11. Kristinn E. Andrésson: „Kjarninn í verkum Gunnars Gunnarssonar“, Um íslenskar
bókmenntir; Ritgerðir II, Reykjavík 1979, bls. 314.
12. Sama, bls. 320.
13. Jöran Mjöberg: Drömmen om Sagatiden, 1. bindi, Lundi 1967, bls. 120-160.
14. Sama, bls. 109.
15. Sveinn Skorri Höskuldsson: „Draumur í sýn“, Skírnir, Reykjavík 1974, bls. 128.
16. Vilhelm Gr0nbech: „Lykkemand og Niding“, Vor folkeœt i oldtiden I, Köbenhavn 1909,
bls. 140. t>ar stendur: „. . . sjælen formedes ligeligt af det indre og det ydre: forestilling-
er, fölelser, vilje har deres kraft deri at de finder usvækket genklang i de sociale nor-
mer, og dommen over mennesket, hvad enten den fældes i en lovformel eller i en opin-
ionsvurdering, virker indefra gennem ham selv, idet den genfödes som en del af æren,
som en indre oplevelse." (Sjá nánar um Grpnbech bókarkafla P. M. Mitchell í þessu riti.
Aths. ritstj.)