Andvari - 01.01.1993, Qupperneq 141
P. M. MITCHELL
Leitandi sálar
Um Vilhelm Gr0nbech og rit hans
Vor folkeæt i oldtiden.1
Davíð Erlingsson þýddi
Aðfararorð þýðanda: Það er með hálfgerðum ósköpum, getur varla verið einleikið,
að aldrei skuli hafa verið gerð nein gangskör að því að kynna íslenzkum nemend-
um og unnendum íslenzkra fræða ritverk og fræðilega hugsun danska trúar-
bragðafræðingsins Vilhelms Grpnbechs, annaðhvort með því að þýða og birta eitt-
hvað af ritunum eða rita greinargóða kynningu á þeim hlutum sem mest varða ís-
lenzk fræði. Sá hluti verka hans sem beinast varðar íslenzk efni er efalaust Vor
Folkeœt i Oldtiden, sem út kom í fjórum bindum 1909-1912 (fyrst). Vilhelm Gr0n-
bech var skáld, fræðimaður og sjáandi með mjög víðfeðma þekkingu á mörgum
sviðum mannlegra fræða. Að mörgu leyti var hann einfari í fræðunum á sínum
tíma, og glöggt má nú sjá að hann hafi verið á undan samtíð sinni í mörgum við-
horfum. Menn viðurkenndu snilld hans, en vefengdu aðferð og niðurstöður. Nú
fara á hinn bóginn þeir straumar um mannleg fræði víða, að Gr0nbech er betur
skilinn og metinn en áður. Sú var nefnilega undirstaða alls fyrir honum, að maður-
inn og hugur hans hlyti að standa í kjarnamiðju allra slíkra vísinda. Hann var því
að leita hugarins í öllu því sem hann ritaði. Hann leitaði að, fann í heimildunum og
skilgreindi þær hugmyndir og kerfi hugmynda sem gerðu saman kjarna mannlegrar
veru og tilvistar í þeim menningarheimum sem hann beindi rannsóknum sínum að.
Hann las heimildatextana í leit að grunnhugmyndunum í og undir þeim og reyndi
að lifa sig inn í heim þeirra; reyndi að skilgreina hvernig og á hvað maðurinn hefði
trúað, síðan að lýsa út frá því hvernig hann hefði litið á hvað eina sem hann sá í
umheiminum, og hvernig hann skildi og mótaði líf sitt í þeim heimi út frá þessum
miðlægu tilvistarhugmyndum. Gr0nbech var sannfærður um að maðurinn gæti alls
ekki verið án slíkra hugmynda í miðju tilveru sinnar. Hugsun Gr0nbechs hefur
skipt og skiptir enn miklu máli í ólíkum fræðigreinum. Má þar telja trúarbragða-
sögu, heimspeki, þjóðfræði (jafnt andlega sem efnismenningarlega eða félagslega),
sagnfræði, félagslega mannfræði, og ætli mætti ekki bæta skýringu fornbókmennta
við þessa upptalningu? Hlutar úr bókunum um Þjóðstofn vorn ífornöld voru lengi
sjálfsagður skyldulestur háskólanema á Norðurlöndum í þjóðfræði og eru það má-
ske enn sums staðar. En nemendur í fornbókmenntum íslenzkum, og vitanlega
allra helzt í eddukvæðum, hafa í rauninni ekki síður þörf fyrir að kynnast Gr0n-
bech. Auðvitað má segja, að ævinlega sé bezt að kynnast hugsun rithöfunda með