Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 152

Andvari - 01.01.1993, Page 152
KRISTJÁN ÁRNASON Tveim tungum T. S. Eliot og Saint-John Perse á Islandi Tvítyngdar mega þær bækur með sanni kallast sem eru þannig úr garði gerðar að við lesanda blasa í hverri opnu tveir textar á ólíkum tungu- málum, þar sem vinstra megin er frumtexti en hægra megin þýðing og til þess ætlast að menn gjóti augum til skiptis milli blaðsíðna svo þeir megi meðtaka báða í senn. Um það hvort slík lestraraðferð er holl fyrir sjónina eður ei skal hér ósagt látið, en hitt er þó víst að slíkar bækur ber ekki oft fyrir sjónir manna hér á landi, en með öðrum þjóðum koma þær oft að góðu gagni fyrir þá sem vilja brjótast gegnum texta á fornlegum málum og strembnum og telja sér hægðarauka í því að hafa hliðsjón af einhverju sem nefna mætti „versjó“ og er á skiljanlegra máli. Þetta kemur sér einkum vel er í hlut eiga svonefndir scriptores classici grískir og rómverskir, en einnig þykir mörgum gott að eiga Nýja testamentið með frumtextanum sjálfum í Diaglott-útgáfu. En einkum og sérílagi er þó þessi tihögun við hæfi þar sem frumtextinn er því marki brenndur að hann hlýtur að taka talsverðum breytingum í þýðingu, þannig að það er ekki nema heiðarlegt að gefa les- anda kost á því að sjá hann einnig við hlið þýðingarinnar, og gildir þetta að sjálfsögðu ekki síst um texta í bundnu máli. Það segir sig einnig sjálft að hver sem birtir þannig frumtextann við hlið síns eigin hlýtur að gefa á sér vissan höggstað fyrir þá sem njóta þess að hitta á snögga bletti og leita með logandi ljósi að einhverju sem ber keim af ónákvæmni. En fullhugar og vel vígir menn hirða lítt um það þótt á þeim dynji unglingshöggin, og því ættu ljóðaþýðendur hér sem annars staðar að hafa þennan hátt oftar á en verið hefur hingað til. í þessu sambandi minnist sá er þetta ritar frá æskuárum sínum einnar þess háttar bókar sem veitti honum sérstaka ánægju, en það var Manfreð Byrons í þýðingu Matthíasar Jochumssonar, gefin út af Magn- úsi, syni þýðandans. Þar gat þakklátur lesandi slegið tvær flugur í einu höggi með því að njóta í senn hinnar glæsilegu ensku lávarðarins og þeirra tilþrifa sem þýðandinn sýndi í því sem hann sjálfur lýsti sem glímu við „Byron Bretatröll“. í þeirri glímu var „tröllið“ sannarlega ekki tekið nein- um vettlingatökum, og jafnvel ekki laust við að klerkurinn hefði það undir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.