Andvari - 01.01.1993, Page 152
KRISTJÁN ÁRNASON
Tveim tungum
T. S. Eliot og Saint-John Perse á Islandi
Tvítyngdar mega þær bækur með sanni kallast sem eru þannig úr garði
gerðar að við lesanda blasa í hverri opnu tveir textar á ólíkum tungu-
málum, þar sem vinstra megin er frumtexti en hægra megin þýðing og til
þess ætlast að menn gjóti augum til skiptis milli blaðsíðna svo þeir megi
meðtaka báða í senn. Um það hvort slík lestraraðferð er holl fyrir sjónina
eður ei skal hér ósagt látið, en hitt er þó víst að slíkar bækur ber ekki oft
fyrir sjónir manna hér á landi, en með öðrum þjóðum koma þær oft að
góðu gagni fyrir þá sem vilja brjótast gegnum texta á fornlegum málum og
strembnum og telja sér hægðarauka í því að hafa hliðsjón af einhverju sem
nefna mætti „versjó“ og er á skiljanlegra máli. Þetta kemur sér einkum vel
er í hlut eiga svonefndir scriptores classici grískir og rómverskir, en einnig
þykir mörgum gott að eiga Nýja testamentið með frumtextanum sjálfum í
Diaglott-útgáfu. En einkum og sérílagi er þó þessi tihögun við hæfi þar sem
frumtextinn er því marki brenndur að hann hlýtur að taka talsverðum
breytingum í þýðingu, þannig að það er ekki nema heiðarlegt að gefa les-
anda kost á því að sjá hann einnig við hlið þýðingarinnar, og gildir þetta að
sjálfsögðu ekki síst um texta í bundnu máli. Það segir sig einnig sjálft að
hver sem birtir þannig frumtextann við hlið síns eigin hlýtur að gefa á sér
vissan höggstað fyrir þá sem njóta þess að hitta á snögga bletti og leita með
logandi ljósi að einhverju sem ber keim af ónákvæmni. En fullhugar og vel
vígir menn hirða lítt um það þótt á þeim dynji unglingshöggin, og því ættu
ljóðaþýðendur hér sem annars staðar að hafa þennan hátt oftar á en verið
hefur hingað til. í þessu sambandi minnist sá er þetta ritar frá æskuárum
sínum einnar þess háttar bókar sem veitti honum sérstaka ánægju, en það
var Manfreð Byrons í þýðingu Matthíasar Jochumssonar, gefin út af Magn-
úsi, syni þýðandans. Þar gat þakklátur lesandi slegið tvær flugur í einu
höggi með því að njóta í senn hinnar glæsilegu ensku lávarðarins og þeirra
tilþrifa sem þýðandinn sýndi í því sem hann sjálfur lýsti sem glímu við
„Byron Bretatröll“. í þeirri glímu var „tröllið“ sannarlega ekki tekið nein-
um vettlingatökum, og jafnvel ekki laust við að klerkurinn hefði það undir