Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 156

Andvari - 01.01.1993, Page 156
154 KRISTJÁN ÁRNASON ANDVARI sagt of langur listi, en þó má benda á að sjálf hin mannfræðilega umgjörð kvæðisins og allar þær sögulegu og trúarlegu vísanir sem það hefur að geyma benda til víðari skilnings en að það sé persónulegt nöldur banka- starfsmanns í Lundúnum, hversu mikla ástæðu hann svo sem kann að hafa haft til að vera fúll út í heiminn, þótt í annan stað sé þar ýmislegt sem menn þykjast geta rakið til hans einkareynslu, svo sem samtal skrifstofu- blókar og einkaritara á einum stað. En eins og menn kannski muna er El- iot reyndar boðberi þess að skáldskapur sé ekki tjáning persónuleikans heldur flótti frá honum, þó hann viðurkenni að til að geta flúið pers- ónuleika þurfi maður að hafa hann fyrir. Þegar öllu er á botninn hvolft er hér einungis um sýndarandstæður að ræða því tjáning persónuleikans getur einmitt verið sjálf flóttaleiðin. Skáldskapur felst kannski einkum í því að sameina hið persónulega og hið almenna, og einmitt Eliot sjálfur hefur tjáð þetta manna best með þeim orðum að „stórskáldið sem skrifar sjálft sig skrifar samtímann11.3 Sé þessu beitt á hann sjálfan má segja að hið marg- skipta og ruglingslega líf hans um þessar mundir hafi orðið uppsprettulind til að tjá rótleysi, firringu og ringulreið þriðja áratugar tuttugustu aldar. Hér mætti einnig taka til samanburðar sjálft átrúnaðargoð Eliots, Dante Alighieri, sem megnaði að byggja á grundvelli sinnar persónulegustu reynslu, ástarinnar til Beatrice, hið tröllaukna og víðfeðma verk, Gleðileik- inn, sem hefur sig á óbrotgjarnan hátt yfir alla tíma og rúmar í sér allt litróf mannlegra ástríðna og lasta, ekki einungis samtímans heldur og allra tíma- bila. Og hér má einnig minna á að einmitt Dante benti á fjórar túlkunar- leiðir eins og sama verksins, þar sem einkum og sérílagi má greina milli eiginlegs og óeiginlegs skilnings. Þannig er ekkert því til fyrirstöðu að við getum litið á það landslag og umhverfi sem brugðið er upp mynd af í Eyði- landinu sem tákn og endurspeglun jafnt persónulegs sem almenns ástands, innra sem ytra, líkt og „staðina“ Limbó, Malebolge og Giudecca í Vítisljóð- um Dantes - var það ekki Eliot sem sagði „hell is in oneself“? En munur- inn á stöðu Dantes og Eliots er hér þó einkum sá, að hinn fyrrnefndi, eins og Eliot hefur sjálfur rakið í grein sinni um „Skáldskap og heimspeki“, hafði, sem barn hámiðalda, hina traustlegu heimspeki skólaspekinga á borð við Tómas Aquinas til að standa á og gat því með hjálp hennar myndað einskonar ramma utan um eigin skáldsýn.4 A sama hátt féllu einstök skáld- verk enn eldri og forkristinna tíma hæglega inn í þá almennu goðsögulegu heimsmynd sem fyrir var. En á tuttugustu öld, þar sem í stað heimspeki- legrar yfirsýnar hafa komið slitur úr allskyns ósamstæðum sérfróðleik sem hlaupið hefur ofvöxtur í, er orðið erfiðara um vik þeim sem hyggja á meiri háttar heimsuppgjör í ljóðformi. Sá andlegi bakgrunnur og stuðningur sem mannfræðirit eftir þau Weston eða Frazer hafa getað veitt hlaut að verða haldlítill, og heimspeki Bradleys, sem Eliot er á kafi í um þær mundir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.