Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 158
156
KRISTJÁN ÁRNASON
ANDVARI
unun er á að hlýða og minnir að mörgu leyti á leiðistefjatækni Wagners
sem hann vitnar í þrívegis í kvæðinu.
Sá sem rýnir í Eyðilandið með þetta í huga verður ekki í vandræðum
með að finna í því fasta þræði sem tvinna það saman og ákveðnar kringum-
stæður og hliðstæðar persónur sem líkt og ummyndast eða koma fram í sí-
nýju gervi. Hér blandast vissulega, eins og segir í upphafinu, „minning og
þrá“ og í framhaldinu einnig andstæður eins og upplausn og festa, væta og
þurrkur, ást og getuleysi, endurminning og spásögn, mannleg samskipti og
einveran, svo eitthvað sé nefnt, og persónurnar sem bera þetta uppi eiga
gjarna einhvern samnefnara og tengjast innbyrðis á misjafnlega ljósan hátt
(þótt þær virðist sín úr hverri áttinni og sumar hverjar aðeins gefnar í skyn
fremur en nefndar til sögu), svo sem til dæmis híasintu-stúlkan og einkarit-
arinn, Madame Sosostris og Tíresías, Tempsárdísir og Rínardætur, Flebas
sjódauði og Alonso, Evgenídes frá Smyrnu og eineygði kaupmaðurinn,
Agústínus og Búddha, og verða á endanum, eftir öll sín hambrigði allt að
því eins og gamlir kunningjar eða kannski réttar sagt fulltrúar gilda eða
afla sem eru í senn söguleg og varanleg. Þannig verða allar þessar ólíku
myndir og persónur til að þjóna sterkri heildarhugsun og mynda furðu rök-
rétt samhengi fram að því glæsilega hámarki sem allir þræðir safnast saman
í lokakaflanum þar sem þruman leysir af hólmi alla fyrri viðmælendur ljóð-
mælanda.
Eitt af því sem kann að stuðla að meintu sundurleysi kvæðisins er það
hvernig Eliot brýtur upp háttinn og breytir um hljóðfall í stíl við þau blæ-
brigði sem hann stefnir að. Rímið í upphafi er yfirþyrmandi og dembist yfir
lesanda eins og aprílskúr, en í hinum dramatísku atriðum er að sjálfsögðu
byggt á hinum fræga hætti Shakespeares og annarra klassískra leikskálda,
stakhendunni eða öðru nafni hinu jambíska pentametri. Að sjálfsögðu fer
Eliot frjálslega með þennan hátt og brýtur upp línurnar eftir þörfum, styttir
og lengir, auk þess sem hann getur brugðið fyrir sig, þegar minnst varir,
slitrum úr galdraþulum, ballöðum eða einhverju þvíumlíku. Málið sem
hann beitir er einnig nokkuð fjölskrúðugt, allt frá því kjarnyrta og hljóm-
mikla skáldamáli sem viðhaft var á blómaskeiði enskra bókmennta frá
Chaucer til Miltons til þess flatneskjulega allrahandagagns sem nú gengur
undir nafninu enska. Hér gegna rím og stuðlar talsverðu hlutverki, en um
hvort tveggja gildir það sem Eliot segir um hið fyrrnefnda í ritgerð, sem sé
að „frelsun frá rími sé um leið frelsun til ríms“5 eða með öðrum orðum að
áhrifameira sé að beita rími eftir því sem við á fremur en eftir fyrirfram
settum rímreglum. Sama gildir um stuðla, sem geta orkað sterkar þegar
þeir koma óvænt en þegar þeir verða einskonar skylda eins og í íslenskum
kveðskap. Sem dæmi um áhrifamikla stuðlun Eliots má taka línurnar