Andvari - 01.01.1993, Síða 161
ANDVARI
TVHIM TUNGUM
159
Hér hefði stuðlafíkill hneigst til að hnika orðaröð og segja „mánaða
grimmastur, græðir“. En liljugróðurinn reynist furðu lífseigur og skýtur
upp kollinum eða krónunni í 35.-37. línu, þar sem orðið er þrívegis notað
sem þýðing á enska orðinu „hyacinth“. Nú mega aðrir fróðari um það
dæma hvort þetta sé gott og gilt frá grasafræðilegu sjónarmiði eða hver sé
skyldleiki þessara jurtategunda, en frá sjónarhóli skáldlegs orðfæris er þar
talsverður munur á, því orðið „híasinta“ hefur það fram yfir „lilja“, með
fullri virðingu fyrir því blómi sem slíku, að vera fágætara og rismeira orð,
auk þess sem það kynni að fela í sér vísun í goðsöguna af sveininum Hýak-
inþosi sem dó næsta voveiflega og tengist því óbeint meginþræði Eyði-
landsins. Vera má að hið stutta orð „lilja“ hafi þótt falla betur inn í brag-
inn, en það hefði svo sem mátt skrifa
Þú fékkst mér fyrir ári híasintur
í stað
Þú gafst mér liljur fyrir ári síðan
og losna um leið við „síðan“. Pegar Sverrir þýðir „Unreal city“ með
„Óræða borg“ , þá er auðvitað skiljanlegt hvers vegna hann forðast hið
sexkvæða og klunnalega orð „óraunverulega“, en gallinn við orðið „óræð-
ur“ felst hins vegar í því hve það er sjálft órætt, og merkingar þær sem
Orðabók Menningarsjóðs gefur koma að litlum notum til skilnings á því
hér. Ef til vill mætti hér tala um „Sýndar-borg“ með tilliti til samhengisins
sem og til skyldulesningar Eliots um þessar mundir, sem hét Appearance
and Reality eða „Sýnd og reynd“ eftir Bradley, „Drauma-borg“ þar sem
hún birtist eins og í martröð eða jafnvel „Drauga-borg“, með tilliti til áður-
nefndrar vísunar í Víti Dantes, en einhverjum kynni að þykja sú þýðing
glannaleg. í undanfarandi dæmum hefur þýðandi auðsjáanlega látið hrynj-
andi eða stuðlasetningu ráða orðavali, sem er vitaskuld hárrétt pólitík, ef
haft er í huga hve hljómur og hljóðfall eru sterkur þáttur í ljóðlist Eliots.
Fyrir það má svo sem hnika til merkingu að ósekju þegar svo ber undir, en
þó kemur það fyrir að þýðandi líkt og einblíni á merkinguna og hrynjandin
verði útundan. Tökum sem dæmi magnað upphaf V. kafla:
After the torchlight red on sweaty faces
After the frosty silence in the gardens
After the agony in stony places
Hér beitir skáldið listbrögðum eins og runklifun (anafóru) í upphafi lín-
anna þriggja, hnitmiðuðum hljóðtengslum með blöndu t- og d- við s- og r-