Andvari - 01.01.1993, Síða 162
160
KRISTJÁN ÁRNASON
ANDVARI
hljóð, einskonar innrími (red - sweaty, agony - stony) og rími í fyrstu og
þriðju línu (faces - places), en mestu skiptir þó að sama hrynjandin er í
þeim öllum, séu þær lesnar eins og vera ber. íslenska þýðingin verður öllu
hljómminni með sinni breytilegu hrynjandi og að slepptu rími:
Eftir roðabjarma blysa á sveittum ennum
eftir hrímkalda þögn í görðum
eftir angist innan um grjótið
þótt hún standi fyllilega fyrir sínu merkingarlega séð. En það kemur fyrir
að þýðandi verður að fórna margræði setninga í skáldskap eða þrengja
nokkuð merkingu hennar. Petta virðist gilda um hina fleygu setningu -
og um leið fleyguðu inn í textann með stórum stöfum: HURRY UP
PLEASE IT’S TIME sem verður í þýðingunni: KLÁRIÐ ÚR GLÖSUM,
VIÐ LOKUM, og þar með nokkuð einhliða bundin við lokunartíma öldur-
húsa á Englandi. En í sambandi við þessa ágætu setningu má hér rifja upp
söguna um íslensku togarakarlana í Grimsby sem skildu orðin „Time
gentlemen“ sem „Tæmið strákar“ og létu ekki segja sér tvisvar. Annars
virðist eitt skáldið hér hafa haft þessa setningu í huga er það orti: „Svona
upp með þig, það er glas“, svo það má segja að hún komi víða við. En þessi
dæmi ættu að nægja til að sýna það hve skemmtilegt getur verið að hafa
fyrir augum sér tvo texta sem bjóða upp á samanburð og endalausar vanga-
veltur.
Eitt af þeim ágætisverkum sem Eliot vann á þriðja áratug þessarar aldar,
samhliða því að vera skáld, mikilvirkur gagnrýnandi og ritgerðasmiður, að
ógleymdu því að vera bankastarfsmaður, var þýðing hans á verki eftir sam-
tímaskáld, sem var ári eldra en hann. Verkið hét Anabase í höfuðið á riti
Grikkjans Xenófons sem nefna mætti á íslensku „Austurför“ og var eftir
franskan sendiráðsmann sem hét nokkuð skringilegu nafni, Marie-René
Alexis Saint-Leger-Leger, en tók sér seinna sjálfur annað ekki síður
skringilegt: Saint-John Perse. Þetta verk hefur greinilega hlotið bærilegar
viðtökur málsmetandi manna, þegar það kom út árið 1924, því meðal
þeirra sem stóðu í því að þýða það eða veita því brautargengi á annan hátt
voru, auk T. S. Eliots, ekki ómerkari menn í menntaheiminum en Ungar-
etti á Ítalíu, Walter Benjamin, Rilke og Hofmannsthal á hinu þýska mál-
svæði og Dag Hammarskjöld í Svíþjóð. Sagt er að Perse hafi ekki verið alls
kostar ánægður með þýðingu Eliots og jafnvel sett ofan í við hann bréflega
fyrir að kveða of fast að orði sums staðar.7 Hvort sem sú ofanígjöf hefur
verið réttmæt eður ei, þá er ljóst að hér er um gerólík skáld að ræða, og
kemur það ekki síður fram í þeim verkum sem Sigfús Daðason hefur nú