Andvari - 01.01.1993, Qupperneq 164
162
KRISTJÁN ÁRNASON
ANDVARI
það yrkisefni þeim höndum að úr verður meiri háttar lofsöngur og það í
svo upphöfnum tón að minnir helst á sigursöngva Forngrikkjans Pindars.
Það sem torveldar nokkuð aðgang að og um leið fræðilega skilgreiningu
á skáldskap Perses er hve hann, ólíkt greinahöfundinum og gagnrýnandan-
um Eliot, hefur lítt hirt um að útlista hugmyndir sínar um ljóðagerð, að-
ferðir sínar eða markmið, enda er Sigfús næsta fáorður um allt slíkt í eftir-
mála sínum. En við getum kannski orðið einhverju nær um hugmyndir
hans með því að glugga í ræðu þá er hann hélt við móttöku Nóbelsverð-
launa árið 1960 og þurfti að leysa frá skjóðunni. I þeirri ræðu skipar hann
skáldlistinni í býsna háan sess og lítur á hana sem einskonar grundvallarlist
sem jafnt vísindi sem trúarbrögð eigi rætur að rekja til, þar sem allt þetta sé
sprottið af ímyndunarafli. Ekki nóg með það að skáldlistin sé uppspretta
heldur leysir hún og ofangreindar greinar af hólmi þar sem þær þrýtur og
verður á okkar tímum það athvarf sem hið guðdómlega getur tekið sér ból-
festu í. Þetta getur skáldskapurinn í krafti þess að hann á sér eigin rökvísi,
ólíka þeirri er heimspeki og vísindi byggja á, og byggist á hugsanatengslum,
hliðstæðum og andstæðum í stað orsaka og afleiðinga, forsendna og
ályktana, enda stefnir hann ekki eins og ofangreind fræði að sundurliðun
og sundurgreiningu alls sem er heldur að því að sjá það sem einingu og
órofaheild. Skáldskapurinn bindur sig ekki við hinn hverfula skynheim
heldur beinist að hinu varanlega og óbreytanlega eða, eins og Perse orðar
það í Nóbelsræðu sinni: „Skuldbundin köllun sinni, laus við hugmynda-
fræði, skynjar skáldlistin sig eins og lífið og þarfnast engrar réttlætingar. Og
í einu og sama faðmlagi, líkt og í einu miklu, lifandi erindi, umlykur hún í
samtímanum allt hið liðna og ókomna, hið mannlega ásamt hinu ofur-
mannlega, allar plánetur ásamt víddum geimsins“.8
Svo mörg voru þau orð, og á þeim má marka að ljóðlist Perses stefnir
hærra en það að snúast um búksorgir einstaklingsins eða tilfinningasveiflur
heldur haslar hún sér völl á hæðum uppi þar sem víðs útsýnis nýtur. í Út-
legð liggur leiðin út á eyðisanda þar sem við erum í nánd við höfuðskepn-
urnar sjálfar, jörð í líki sandsins, eld í líki sólarinnar, loft í líki vindanna og
vatn í líki sjávar, og andspænis þeim verður öll mannleg saga harla léttvæg,
líkust asnakjálka sem hvítnar á sandinum eða með orðum skáldsins:
Þar sem höfuðorustur voru háðar, þar hvítnar nú þegar asnakjálki.
Það verður því lítið um sviptingar og átök í kvæðinu og allt líður áfram í
einhverri röð sem ræðst ekki af venjulegu röklegu eða merkingarlegu sam-
hengi heldur af myndmáli og hljómi orðanna, og í þessu fylgir skáldið raun-
ar út í ystu æsar fyrirrennurum sínum í franskri ljóðlist á 19. öld.
Þetta er gott að hafa í huga þegar verk þýðandans er metið, og sjálfur