Andvari - 01.01.1993, Qupperneq 167
ANDVARI
TVEIM TUNGUM
165
„Mundit mellu kindar“, en lýsir þó á dularfullan hátt hugarástandi kapp-
ans.
En hér verður okkur aftur hugsað til kenninga Eliots um skáldskapinn sem
flótta frá persónuleikanum, þótt orðið flóttatilraun hans hæfði kannski bet-
ur hans eigin skáldverkum. Skáldskap Saint-Johns Perse mætti hinsvegar
allt eins auðkenna sem útlegð frá persónuleikanum þar sem hann í návígi
við sjálfar höfuðskepnurnar, sem í seinni tíð hafa orðið æ meira framandi
mannskepnunni, er neyddur til að tjá sig á annarlegu og framandlegu máli
með því að segja
Eina staka og langa setningu, óslitna og óskiljanlega um aldur. . .
eða mæla fram kvæði sem er ekki einungis „fætt af engu. . . gert af engu“
heldur og
Engum ströndum eignað, engum blöðum falið. . .
Eða svo notuð sé annarskonar líking, þá mætti segja að Eyðiland Eliots lík-
ist á margan hátt hverasvæði þar sem kraumar í pyttum og leðja spýtist í
allar áttir, en útlegðarkvæði Perses hins vegar séu einna líkust gríðarmikilli
hraunbreiðu, þar sem sú kvika er á sínum tíma hefur „brunað fram um
grund“ er löngu storknuð og stafar því lítilli hlýju, en þær kjarvölsku kynja-
myndir sem eftir standa kveikja í ímyndunarafli þess er á horfir úr fjarlægð
og veita honum tilfinningu fyrir einhverjum fimbulkrafti að baki, einhverj-
um glym sem ber talsverðan „keim af stórleik“.
VERK SEM VÍSAÐ ER TIL
1. T. S. Eliot, Selected Prose, Penguin 1953 bls. 86-87.
2. Sjá Atómskáldin eftir Eystein Þorvaldsson, H.Í.B. 1980 bls. 100.
3. T.S.E. Selected Prose bls. 55 : „The great poet in writing himself, writes his time“.
4. Sama bók, bls. 53.
5. Sama bók, bls. 91 „This liberation from rhyme must be as well liberation of rhyme“.
6. Sjá greinina „Marie, Marie, Hold on Tight“ eftir G. L. K. Morris í T. S. Eliot, A Col-
lection of Critical Essays, Prentice Hall 1962, bls. 86-88, og auk þess greinina „The Waste
Land“ eftir F. R. Leavis í sömu bók.
7. Sjá bókina T. S. Eliot eftir Ronald Bush, Oxford University Press 1984, bls. 126.
8. Tilvitnunin er tekin úr bókinni Theorie der modernen Lyrik, Dokumente zur Poetik,
ritstj. Walter Höllerer, Rowohlt 1963, bls. 219.