Andvari - 01.01.1993, Síða 174
172
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
ANDVARI
áhrifum frá hvatakenningu Freuds, sem hann vitnar beint í með velþóknun
á einum stað (II, 205) og oftar óbeint. Kenningin um „villieðlið“ er eins og
töluð út úr hjarta Freuds. í þriðja lagi mætti svo til gamans setja sig í spor
Sigurðar Nordals og gefa sálfræðilega skýringu á svartsýnisorðum Þórarins.
Þau ráðist af andstæðuþörf manneðlisins: Rétt eins og þeir sem ofstopar
eru í skapferli tigni oft blíðleik og kvenlegan þokka, eins sé ekki óeðlilegt
að menn eins og Þórarinn, sem sjálfir beri grómlaust þel og gljúpa lund, sjái
ofsjónum yfir syndum spilltri mannssál.
Hver sem skýringin er á vantrú Þórarins á manneðlið dylst ekki að hann
setur allt traust sitt á skynsemina: að hún geti beislað hvatirnar, hjálpað
okkur að ná siðferðilegu valdi á sjálfum okkur (1,197; 268). Hann áttar sig
hins vegar ekki á því að slíkri „sjálfgœslu“ (I, 383) skynseminnar verður
vart lýst nema í besta falli sem slóttugheitum og í því versta sem breysk-
leika. Með öðrum orðum: Sé eðlið sjálft alvont og engum brjóstgœðum fyr-
ir að fara hjá manninum þá hlýtur sérhver dygðug breytni að vera til marks
annaðhvort um slœgðargæði hans eða hitt að skynsemin varni óvart hinu
náttúrlega eðli hans að njóta sín eins og vert væri! Hitt er þó líklega sönnu
nær að Þórarinn hugsi sér manninn sem samsettan úr tveimur eðlisþáttum:
göfgandi skynsemi og illum eðlishvötum;9 það vilji aðeins svo til að skyn-
semin komi síðar til sögunnar en hvatirnar. Kenning hans er þá enn freud-
ískari en ætla mætti við fyrstu sýn; en í sjálfu sér ekkert trúverðugri fyrir
vikið. Goðsögninni um mannssálina sem vígvöll þar sem algóðir vitsmunir
(II, 355) berjast við drekann úr undirdjúpunum, dreka hins órökvísa og
myrka tilfinningalífs, hefur fyrir löngu verið kollvarpað af heimspekingum
sem sýnt hafa fram á að vitsmunirnir eru jafnmáttvana án tilfinninganna og
geðsmunirnir eru þrungnir af rökum.10
í greininni „Sumardvöl í Grenoble“ lýsir Þórarinn því sérstaka jafnvægi
sem ríkir milli hreyfinga Frakka og hugsana. Þar sem líkaminn sé fólki af
öðru þjóðerni „eins og einhver vandræðabyrði“ við tjáningu hugsana þá sé
það hjá Frakkanum „eins og hann hjálpi sálinni að fljúga“ (I, 58-59). Ósk-
andi væri að Þórarinn hefði yfirfært þessa líkingu á manneðlið: skilið að við
erum hvorki alvond né algóð í eðli okkar; að viljinn felur ekki í sér sigur
vitsmuna á geðsmunum heldur „vald kjarna mannsins yfir útjöðrunum“n,
kjarna sem er samsettur jafnt úr rökum sem tilfinningum. Það sem Þórarni
yfirsést er að þessir þættir geta lifað í jafnfrönsku jafnvægi og hreyfing og
hugsun - og einnig, þegar best lætur, lyft manninum á flug.