Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Síða 174

Andvari - 01.01.1993, Síða 174
172 KRISTJÁN KRISTJÁNSSON ANDVARI áhrifum frá hvatakenningu Freuds, sem hann vitnar beint í með velþóknun á einum stað (II, 205) og oftar óbeint. Kenningin um „villieðlið“ er eins og töluð út úr hjarta Freuds. í þriðja lagi mætti svo til gamans setja sig í spor Sigurðar Nordals og gefa sálfræðilega skýringu á svartsýnisorðum Þórarins. Þau ráðist af andstæðuþörf manneðlisins: Rétt eins og þeir sem ofstopar eru í skapferli tigni oft blíðleik og kvenlegan þokka, eins sé ekki óeðlilegt að menn eins og Þórarinn, sem sjálfir beri grómlaust þel og gljúpa lund, sjái ofsjónum yfir syndum spilltri mannssál. Hver sem skýringin er á vantrú Þórarins á manneðlið dylst ekki að hann setur allt traust sitt á skynsemina: að hún geti beislað hvatirnar, hjálpað okkur að ná siðferðilegu valdi á sjálfum okkur (1,197; 268). Hann áttar sig hins vegar ekki á því að slíkri „sjálfgœslu“ (I, 383) skynseminnar verður vart lýst nema í besta falli sem slóttugheitum og í því versta sem breysk- leika. Með öðrum orðum: Sé eðlið sjálft alvont og engum brjóstgœðum fyr- ir að fara hjá manninum þá hlýtur sérhver dygðug breytni að vera til marks annaðhvort um slœgðargæði hans eða hitt að skynsemin varni óvart hinu náttúrlega eðli hans að njóta sín eins og vert væri! Hitt er þó líklega sönnu nær að Þórarinn hugsi sér manninn sem samsettan úr tveimur eðlisþáttum: göfgandi skynsemi og illum eðlishvötum;9 það vilji aðeins svo til að skyn- semin komi síðar til sögunnar en hvatirnar. Kenning hans er þá enn freud- ískari en ætla mætti við fyrstu sýn; en í sjálfu sér ekkert trúverðugri fyrir vikið. Goðsögninni um mannssálina sem vígvöll þar sem algóðir vitsmunir (II, 355) berjast við drekann úr undirdjúpunum, dreka hins órökvísa og myrka tilfinningalífs, hefur fyrir löngu verið kollvarpað af heimspekingum sem sýnt hafa fram á að vitsmunirnir eru jafnmáttvana án tilfinninganna og geðsmunirnir eru þrungnir af rökum.10 í greininni „Sumardvöl í Grenoble“ lýsir Þórarinn því sérstaka jafnvægi sem ríkir milli hreyfinga Frakka og hugsana. Þar sem líkaminn sé fólki af öðru þjóðerni „eins og einhver vandræðabyrði“ við tjáningu hugsana þá sé það hjá Frakkanum „eins og hann hjálpi sálinni að fljúga“ (I, 58-59). Ósk- andi væri að Þórarinn hefði yfirfært þessa líkingu á manneðlið: skilið að við erum hvorki alvond né algóð í eðli okkar; að viljinn felur ekki í sér sigur vitsmuna á geðsmunum heldur „vald kjarna mannsins yfir útjöðrunum“n, kjarna sem er samsettur jafnt úr rökum sem tilfinningum. Það sem Þórarni yfirsést er að þessir þættir geta lifað í jafnfrönsku jafnvægi og hreyfing og hugsun - og einnig, þegar best lætur, lyft manninum á flug.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.