Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Síða 175

Andvari - 01.01.1993, Síða 175
ANDVARI JARÐNÁND - UPPPRÁ 173 4. Traustleiki, hverfleiki Eitt meginþemað í rituðu máli Þórarins Björnssonar er áhersla hans á drenglyndi og heilindi. Því lengur sem hann er í skólastarfi því meira metur hann traustleikann, að eigin sögn (I, 240), jafnvel á kostnað gáfnanna. Þær síðarnefndu „eru ekkert nema möguleikar, sem eftir er að vinna úr. En til þess þarf heiðarleika og siðgæði, og það ræður jafnan úrslitum“ (II, 355). í mannlegum samskiptum er ekkert jafnslítandi og „óvissuþátturinn“ (I, 448), að vita ekki hvar maður hefur náungann. Þórarinn viðurkennir að vísu að ef „hreinskilni er fólgin í því að útausa sínum versta manni“ þá sé hún „orðin vafasöm dyggð“ (II, 271). Þetta eru alkunn sannindi: Heilindi eru í besta falli nauðsynlegt en ekki nægilegt skilyrði dygðugs lífs því að auðvitað getur illmennið verið sjálfu sér samkvæmt - í fólskunni. En að sama skapi er til lítils að hafa til að bera hjartagæsku ef sjálfsvirðing og sjálfsögun manns er ekki slík að hann geti komið gæskunni til skila í verki á samræmdan hátt. Einn mælikvarði okkar á eigin heilindi er að spyrja sig hvað maður myndi aldrei gera undir neinum kringumstæðum, sama hversu miklir fjár- munir væru í boði. Við getum flest byrjað á að útiloka eitthvað augljóst, eins og að selja móður okkar mansali, og síðan bætt við listann fleiri og fleiri grundvallarreglum sem við myndum aldrei brjóta. Því lengri sem list- inn er þeim mun meiri er „traustleiki“ okkar. Þessi hugmynd að sjálfsprófi er ekki ættuð frá Þórarni Björnssyni en kemur þó vel heim við skilgrein- ingu hans á traustleikanum. Þeim sem annt er um þann eiginleika í fari sínu virðist í fljótu bragði ráðlegast að koma sér niður á einhver siðferðileg grundvallarlögmál, er þeir standi svo vörð um, hvort sem þau lögmál eru trúarlegs eðlis (eins og hin „gullna regla“ Krists) eða heimspekilegs (nytja- stefnukvarðinn, hið skilyrðislausa skylduboð Kants, o.s.frv.). Sá sem til- einkar sér slík lögmál og hefur í heiðri á síður á hættu að verða fangi kring- umstæðnanna: merglaus hentistefnumaður sem snýst í þessa áttina í dag í breytni sinni og í hina á morgun, allt eftir því hvernig vindarnir blása. Með þetta í huga er undarlegt hversu harða hríð Þórarinn gerir að öllum almennum siðalögmálum. Það er að vísu hárrétt hjá honum að engin grundvallarregla getur tekið af okkur ómakið að skoða hvert tilvik á þess eigin forsendum. Jafnan reynir á dómgreind okkar, hið „sjáandi auga“ og „tilfinninganæmleika“ (I, 138), við að fella tilvikið undir regluna. En það þýðir ekki að við getum einfaldlega látið allar kenningar lönd og leið og treyst á blábera dómgreindina; því á hverju á hún þá að nærast?12 Enn sem fyrr liggur nærri að ætla að það sé sambland sálrænna og sögulegra ástæðna sem villir Þórarni sýn, í þessu tilfelli einkum stækt hatur hans á þrætubók
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.