Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Síða 176

Andvari - 01.01.1993, Síða 176
174 KRISTJÁN KRISTJÁNSSON ANDVARI marxista. Hann lifir á þeirri tíð er margt ungmennið lendir í „kenningakerfi og glæpaklóm kommúnismans“ (II, 168); og fyrir þetta líður viðkvæm sál hans slíka önn að dómgreindina brestur - allar kenningar eru hnepptar í sama stakkinn og varpað út í ystu myrkur. Ég segi þetta ekki til að kasta rýrð á hugsun Þórarins Björnssonar, fremur en með gagnrýni minni á manneðliskenningu hans hér að ofan. Oft er besta leiðin til að varpa birtu á styrkleika hugmyndakerfis einmitt sú að leita með logandi Ijósi að öllum smæstu veikleikum þess og reyna að átta sig á hvaðan þeir séu runnir. Hugsun Þórarins er svo skýr og máttug í heild sinni að þá sjaldan eitthvað glepur honum sýn eru orsakirnar yfirleitt innan seilingar. Traustleikinn er mannkostur, einn af þeim eiginleikum sem um stund virðast lyfta manninum upp úr dufti tímanleikans og ljá honum hlutdeild í alnánd eilífðarinnar. En jafnvel stórbrotnustu eigindir manneðlisins fá ekki staðist straumfall tímans: Allt leitar á ný að ósi, hverfur í hið myrka haf. Vitundin um hverfleika lífsins virðist aldrei hafa vikið langt frá hugskoti Pórarins Björnssonar. Hún er honum nærri á kveðjustundunum í júní, í minningargreinum, í dægurspjalli. Það er vitundin um að bak við alla mannlega reisn, alla lífsnautn, þruma hin tregakenndu orð: „aldrei framar“ (I, 416). Árgangarnir eru eins og öldur á tímans sæ sem skola burt árunum frá lærifeðrum sínum, einu og einu (I, 448); og þessir sömu lærifeður, sem reika um stofurnar „með heitu blóði og mannlegum yl“, eru óðar en varði orðnir „að myndum á veggjum skólans“ (I, 313). En hvað getum við þá gert til að treina okkur andartakið, fullnýta kosti þess: magna tímann í stað þess að drepa hann? Þórarinn á enga töfra- formúlu fremur en við hin. Hann bendir þó á tvennt. Hið fyrra er að það sé biðin sem geri menn djúpa: „Nú hafa engir tíma til að bíða: þess vegna eru þeir grunnir. Menn gerjast í biðinni" (II, 267). Hugsunin, sem endurspegl- ast í mörgum hugvekjum til nemenda um tilhlökkun, gleypigirni og ofsaðn- ingu, virðist sú að með því að nálgast andartakið með „lotningarfullu hiki“ (II, 235) getum við teygt á því. Atburðurinn sjálfur sé þá ekki lengur hverf- ul örskotsstund heldur varanleg heild tilhlökkunar, framkvæmdar og minn- ingar. En það er ekki heldur sama hver atburðurinn er, hvaða nautn er svalað - og þar komum við að síðara atriðinu: Þórarinn minnist þeirra orða Romains Rolland að „raunverulega sé ekki til nema ein tegund sannrar gleði, sköpunargleðin“ (I, 453). Þegar við sinnum verðugum verkefnum, sem fullnægja skilningsnautn okkar og sköpunarþrá, hættir tíminn að skipta máli. Hver er hraði hugsunar - hver er lengd sköpunar? Lokasvar Þórarins virðist því að mótspil okkar gegn veldi tímans sé að hverfa inn á svið þar sem hann „tengir sig ekki við“ okkur, þar sem við erum óhult. Og hann hefur að minnsta kosti að einu leyti á réttu að standa: Rætur og væng- ir lifa höfundinn, hið skapaða skaparann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.