Andvari - 01.01.1993, Qupperneq 178
176
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
ANDVARI
rentu, ekki rætur eða vængir heldur rætur og vængir; því - eins og Þórarinn
kemst að orði: „Ef til vill verða ræturnar því aðeins traustar, að við eigum
líka vængi til að fljúga á vit himinsins“ (II, 249).
Akureyri, á sumardaginn fyrsta 1993
TILVÍSANIR:
1. Rœtur og vœngir, l-Il, Mœlt og ritað frá œskuárum til œviloka, Hjörtur Pálsson valdi
efnið, bjó til prentunar og sá um útgáfuna; útgefendur M.A. stúdentar 1962 (Reykjavík,
1992). Eftirleiðis verður vísað til bindanna tveggja í meginmáli með blaðsíðutölum í
svigum.
2. Eg ræði nánar um hið nána samband máls og hugsunar í ritgerð minni „Efnið og orðin“
í Þroskakostum (Reykjavík, 1992).
3. Góða lýsingu á „nýskólastefnunni“ og skarpa gagnrýni á hana má m.a. finna í bók
Helgu Sigurjónsdóttur, Skóli í kreppu (Kópavogur, 1992) og löngum greinaflokki sem
hún skrifaði í framhaldi bókarinnar í Lesbók Morgunblaðsins (1993).
4. Sjá t.d. „Líður þeim best sem lítið veit og sér?“ í Þroskakostum.
5. Sjá m.a. kynningu á Albert Camus frá árinu 1964 í II. bindi. Þá er það ef til vill meira en
skemmtileg tilviljun að sá sem ötulast hefur kynnt existentíalískar hugmyndir fyrir okk-
ur Islendingum, Páll Skúlason prófessor, skuli hafa verið lærisveinn Þórarins Björnsson-
ar.
6. Þessi hugsjón myndar eitt meginstefið í Þroskakostum, sbr. m.a. nafn bókarinnar.
7. Sagan birtist í ritgerð minni „Að kenna dygð“, Erindi siðfrœðinnar (ritstj. Róbert H.
Haraldsson, Reykjavík, 1993), bls. 30.
8. Heiðnar hugvekjur og mannaminni (Akureyri, 1946), bls. 236.
9. Hjörleifur Guttormsson lýsir því á sannfærandi hátt í minningargrein um Þórarin hvern-
ig hjartagæska hans og tilfinningasemi hafi verið sá þáttur í skapgerð hans sem grynnst
var á; þáttur sem „stóð raunverulega ofar mannviti hans ríkulegu, og galt hann þess oft í
viðskiptum við heiminn“ (II, 471). Osamræmið milli manneðliskenningar Þórarins og
eigin persónuleika stingur hér enn í augu.
10. Yfirlit um þær heimspekikenningar síðustu áratuga sem bylt hafa hugmyndum okkar
um tilfinningalífið er að finna í ritgerð minni „Um geðshræringar" sem birtast mun í
Skírni á næsta ári (1994).
11. Sigurður Nordal, Einlyndi og marglyndi (Reykjavík, 1986), bls. 69.
12. Sjá gagnrýni mína á svipaða hugmynd Páls Skúlasonar í grein um bækur hans, „Hin
tvísýna yfirvegun" í Þroskakostum.