Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 27
ANDVARI
KATRÍN THORODDSEN
25
19. júní óskar hinum nýja lækni allra heilla í embætti því, er hún hefir tekist
á hendur og fagnar þessum merkisatburði, er bendir til að konur láti sér ekki
nægja undirtyllustöður, heldur búi sig undir að rækja hin þýðingarmeiri störf
þjóðfélagsins. í því hefir ungfrú Katrín Thoroddsen gefið ungu stúlkunum, sem
inn á menntabrautina leggja, eftirdæmi sem gott er að fylgja. Því alt of margar
þeirra uppgefast á miðri leið.59
Katrín var orðin fyrirmynd ungra stúlkna. Sjálf skýrði hún dvölina
þannig: „Öll mín ætt er frá Breiðafirði, en að ég gerðist læknir þar, var
þó mest með það fyrir augum að afla mér lífsreynslu og læra að treysta
á sjálfa mig.“60
I Lœknablaöinu sem kom út í júlí 1924 birtist brot úr skýrslum lækna
og er þar að finna merkilega frásögn af veikindum Katrínar í Flatey
skömmu eftir að hún kom þangað. Hún veiktist hastarlega og skar sig
upp^ sjálf.61 Þetta atvik sýnir að hún dó ekki ráðalaus.
Arin sem Katrín var í Flatey var hún virk í ritstörfum og skrifaði
nokkrar greinar í Lœknablaöid. Ákveðið hafði verið að gera könnun á
næringu ungbarna og var sendur út spurningalisti til að kanna hversu
mörg börn væru höfð á brjósti, hver fengju pela o.s.frv. Þegar læknar
höfðu skilað af sér sem þeir gerðu reyndar bæði seint og illa að sögn
Katrínar fól Guðmundur Hannesson prófessor henni að vinna úr könn-
uninni sem hún gerði og birti niðurstöður í greininni „Brjóstbörn og
pelabörn“. Þetta verk var ekki að skapi Katrínar. Hún skrifaði:
Hefir það dregist, meira en skyldi, fyrir mér að ljúka verki þessu, enda mun
leitun á leiðinlegri starfa. Skýrslur þær sem komið hafa, þannig úr garði gerðar,
að sáralítið er á þeim að byggja, og læknum til lítils vegsauka. Viðfangsefnið
var líka kannski ekki sem heppilegast valið.62
Hinn ungi héraðslæknir hikaði ekkert við að gagnrýna læknastéttina.
I endurminningum Skúla Halldórssonar, systursonar Katrínar63 eru
skemmtilegar lýsingar á kvenskörungnum Katrínu árin sem hún bjó í
Flatey. Þegar Katrín flutti vestur fór Bauja með henni og hélt heimili
fyrir hana meðan hún lifði. Skúli dvaldi hjá þeim í tvö sumur. Hann
segir svo frá Katrínu: „Mér líkaði alltaf Ijómandi vel við hana. Hún var
stór og feit og nokkuð stórskorin en engu að síður lagleg og sjarmerandi
enda skorti hvorki greind né kímnigáfu. Henni hlýtur að hafa drepleiðst
í Flatey því að þar hafði hún fáa að tala við og alls engan að drekka
með,“64 Þessi lýsing Skúla er alls ekki í samræmi við þær myndir sem