Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 87

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 87
andvari JÓNAS OG JENA 85 hann heldur áfram: „Það voru greinilega ekki bara orðin tóm í formálanum að fegurðin hefði sjálfstætt gildi og að þeir ætluðu að kynna löndum sínum það sem fegurst væri í álfunni. Samt er rómantík Tiecks talsvert frábrugðin þeirri hagnýtu rómantík sem Fjölnir boðaði.“33 Einnig má benda á grein Jón Karls Helgasonar um þýðingu þeirra Jónasar og Konráðs.34 Þar fjallar hann um við- brögð lesenda Fjölnis við þýðingunni, hvernig skoðanaskiptin geti gefið vissa vísbendingu um íslenskan bókmenntavettvang á fyrri hluta nítjándu aldar og hvernig saga Tiecks hafi með greinilegum hætti ögrað „ríkjandi viðmiðunum á þeim vettvangi“.35 í anda kenninga um rannsóknir á bókmenntum sem „kerfi fjölbreyttra andstæðna er lúti vissum lögmálum“, og hvernig þýddar bók- menntir hafi áhrif á bókmenntakerfi, gerir Jón Karl tilraun um þýðingu þeirra Jónasar og Konráðs. Vert er að staldra við umrædda grein. Olíkt vel heppnuðum þýðingum og endurgerðum Jónasar á Heine, Schiller og öðrum skáldum segir Jón Karl þá félaga gera „glappaskot“ með þýðingu sinni á ævintýri Tiecks: Hún er o/nýstárleg. Þýðendurnir gera auk þess enga tilraun til þess að samhæfa hana ríkjandi viðhorfum; sníða henni stakk eftir íslandi. Þess í stað ætla þeir að fylgja fordæmi systranna úr Öskubusku og sníða til íslenska lesandann; markmið þeirra í inngangi fjórða árgangsins er hvorki meira né minna en að kenna almenningi „í hvurju fegurð og snilld alls skáldskapar sje fólgjin".36 Líklegt er að umrætt sjónarmið byggi fyrst og fremst á hugmyndum um íslenska bókmenntakerfið og að þýðing þeirra Jónasar og Konráðs sé túlkuð sem kerfisbundið innlegg. En fyrir utan þann fyrirvara sem hægt er að setja við þá hugmynd að þýðing á bókmenntatexta geti verið túlkuð sem „glappa- skot“ og að henni þurfi að fylgja tilteknar notkunarreglur, má spyrja hvort hér sé einnig lesið gegn tilfinningu þeirra Fjölnismanna fyrir fegurð, og sambandi fegurðar og skáldskapar. Skýlaus heilindi þeirra í því efni kunna að setja strik • kerfisreikninga síðari tíma hugvísinda.37 Hér verður því ekki andmælt að í ítarlegri vörn þeirra félaga fyrir ævintýrið (þeirri sem birtist í fjórða árgangi Fjölnis árið 1838), ræða þeir um sögulegar forsendur ævintýrsins og setja það í samband við aukna þjóðerniskennd í Evrópu. Annað mætti telja óeðlilegt af skáldum sem kenna sig við rómantík.38 Þeir fjalla einnig um það hvernig ævintýrið feli í sér sögulegan fróðleik um þýsku ríkin á miðöldum og hvernig finna megi hliðstæðu þess á íslandi, eins °g sjá má í eftirfarandi textabroti: Lendir menn eíddu þá í köstulunum sínum, því sem jarðirkjumennirnir öbluðu í ánauð sinni. Hvur höfðíngjinn varð að vera var um sig firir öðrum, því so var ótriggilegt og róstusamt, líkt og hjer á íslandi um sama leítið á Stúrlúngaöld. Híbíli þeirra voru því optast nær umgjirt með rambiggjilegum múr, upp á hæstu leítum eður hólum, so lángt mætti til sjá, ef ófriður færi að. Þetta er nú allt látið koma saman við stað og tíma í ævintírinu, þó líkast til hafi hvurkji Eggjert nje Berta nokkurn tíma verið til.39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.