Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 181
ANDVARI
FÁTÆKT OG ÓJÖFNUÐUR
179
6. mynd: Skuldir ríkis og sveitarfélaga
200000
180000
160000
140000
£ 120000
S 100000
| 80000
S 60000
40000
20000
0
Ríkissjóður'
1 Sveitarfélög
1993
1995
Mörgu er ruglað saman í þessari gagnrýni. í fyrsta lagi ber að gera grein-
armun á tekjum rfkis og sveitarfélaga og ekki kenna ríkinu um, að sveitarfélög
hafa hækkað útsvör sín ótæpilega, eins og sjá má á 5. mynd: Skatttekjur rík-
issjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu hafa verið tiltölulega jafnar, á bilinu
31-33%, frá 1992, en þær skutust upp í góðærinu frá 2004 og urðu 36,9%
2005 og munu samkvæmt spám lækka aftur niður í 32% 2008, í sama hlutfall
og 1992. Skatttekjur sveitarfélaga, þar sem munar mest um Reykjavík, hækk-
uðu hins vegar um fjórðung árin 1994-2002, úr 8,6% af landsframleiðslu í
12,4% 2002, og gert er ráð fyrir, að þær verði svipaðar áfram, 12,3% 2008.
Sum hafa líka safnað skuldum (sem er óbein skattlagning og lögð á komandi
kynslóðir), eins og sjá má á 6. mynd.28 Eðlilegar skýringar eru á því, að skatt-
tekjur ríkissjóðs hækkuðu nokkuð árin 2004-2006 sem hlutfall af landsfram-
leiðslu: Góðærið olli meiri innflutningi og skilaði þess vegna hærri vörugjöld-
um; neysla varð hlutfallslega meiri á vöru, sem bar hærri virðisaukaskatt (því
að vara með lægri virðisaukaskatt er nauðsynjavara, sem neysla eykst lítt á
í góðæri); vaxtabætur lækkuðu, um leið og tekjur hækkuðu og eignir jukust
vegna hærra fasteignaverðs; þegar tekjur manna hækkuðu, komust þeir upp
yfir skattleysismörk og fengu ekki lengur tekjutengdar bætur. Mest munaði þó