Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 41

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 41
andvari KATRÍN THORODDSEN 39 greinilega að fylgi við sósíalisma væri mun minna meðal kvenna en karla, hvað sem þær höfðu fyrir sér í því.117 I greininni lýsti Katrín því sjónarmiði að sósíalisminn væri sú stjórn- málastefna sem miðaði að því að tryggja konum „fullt jafnrétti, fjár- hagslegt frelsi, félagslegt öryggi og óteljandi þroskaleiðir“.118 Það væri því ekki ástæða til ótta. Hún lýsti óttanum sem eins konar andlegum ofnæmisviðbrögðum vegna þess hve áróðri gegn sósíalismanum væri haldið að konum og lýsti þeim viðbrögðum í löngu máli. Hún taldi skýringuna í raun þá að verið væri að bægja konum frá stjórnmála- afskiptum, stjórnmál væru talin ókvenleg og ekki kvenna meðfæri. Konur forðuðust stjórnmál nema þegar þær færu að kjósa í fylgd eig- inmanna sinna. Katrín taldi konur fylgja mönnum sínum að málum, það væri undantekning að konur hefðu sjálfstæða skoðun á stjórn- málum. Þær sem teldust til undantekninga fylgdu karlmönnum í orði en kannski ekki á borði. Konur vilji ekki særa karla. Katrín minnti á að enn væri það svo að sveinbörn væru velkomnari í þennan heim en stúlkubörn: Stúlkubarnið venst því þegar í bernsku, að leggja mest upp úr kynþokkanum og eflingu hans með ýmiskonar tildri og hégómlegri sundurgerð í klæðaburði. Stúlkunni verður fljótlega ljóst, að hún er af óæðri kyntegund en bræður hennar, sem oft eru smánaðir með því, að líkja þeim við stelpur eða kvenfólk. Henni er innrætt beint og óbeint að hún sé ístöðuminni, ósjálfstæðari til orðs og æðis en drengirnir, að enginn muni stórræða af henni vænta og hún sé í alla staði ólíkleg til þess, að standa nokkurn tíma á eigin fótum. Stelpunni gengur tregt að trúa á yfirburði karlmannsins en áróðurinn seytlast smátt og smátt inn í vitund hennar, svo að um það bil er kynþroskaaldurinn ber að, er jarðvegurinn þegar undirbúinn. En einmitt þá breytist viðhorfið karlmanninum enn meir í vil, en kvenkyninu í óhag og áróðurinn eykst.119 Katrín var að lýsa þeirri kynmótun sem stúlkur urðu fyrir og beindist að því að gera þær að góðum mæðrum og húsmæðrum, karlinum óæðri. Konur voru ósjálfstæðar að mati Katrínar og var uppeldi þeirra um að kenna. Þarna voru á ferð nokkrar alhæfingar hjá Katrínu og hún leit framhjá þeim konum sem fóru aðrar leiðir og beittu sér fyrir breyttri kvenímynd, t.d. með útgáfu tímaritanna Melkorku og Nýs kvennablaös, en þær voru vissulega í miklum minnihluta. Katrín gagnrýndi umræður um að menntun kvenna ætti að vera á sviði húsmóðurstarfa og hélt því fram að mjög margar konur væru óánægðar með hlutskipti sitt. Það væri ekki einleikið hve margar konur ættu við taugaveiklun að stríða.120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.