Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 152
150
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
Andúðin náði inn í raðir prestastéttarinnar. Séra Magnús Skaftason
(1850-1932) afneitaði helvítiskenningunni í páskaprédikun sinni árið 1891. I
framhaldi af því sagði hann sig úr lúterska kirkjufélaginu vestra og gekk til
liðs við únítara. Fylgdi honum hluti safnaðar hans. í máli Jóns Bjarnasonar
heitir þetta trúaratriði auðvitað ekki „helvítiskenningin“, heldur oftast „hinn
kristilegi fordæmingarlærdómur“. Með Sameininguna að vopni brást Jón við
brotthvarfi Magnúsar með svæsnum persónulegum ávirðingum. Og séra Jón
skrifar líka af þessu tilefni greinina „Dómar drottins“23 í þeim tilgangi að
árétta tilvist helvítis. Þar segir:
Af öllum dómum guðs er enginn eins hræðilegur eins og sá dómur, sem kallaður er
eilíf fyrirdæming. Kristindómsopinberanin sýnir oss með svo skýrum orðum og eins
átakanlega eins og hugsast getur, að til er eilíf fyrirdæming eða helvíti.
Presturinn lét ekki við það sitja að minna á og staðfesta þetta hræðilega höf-
uðból refsingarinnar. í Aldamótum birti hann um sama leyti 36 síðna grein
um sjálfan djöfulinn.24 Sú ritsmíð var reyndar kirkjuþingsfyrirlestur sem séra
Jón hafði haldið á síðasta kirkjuþingi í því augnamiði að sanna og staðfesta
tilvist djöfulsins. Séra Jóni hrýs hugur við því að ríkjandi sé „tilhneiging til
vantrúar á því atriði kristindómsopinberunarinnar, sem afhjúpar fyrir mönn-
um það, sem verst er í heimi, tilhneiging til þess að neita því, að til sé sú vera,
er heilög ritning kallar djöful.“
Presturinn fullyrðir að í íslenskri nútíðarmenntun ríki „afneitunarnáttúra“
sem sé „trúarlegur nihilismus“. Menntamenn og leiðtogar lýðsins á íslandi
hafi bitið sig fasta í þessa afneitun og dreifi henni niður til alþýðunnar. Séra
Jón telur að skynsemin afvegaleiði menn: „Hún finnur ekkert nema tóm
náttúruöfl, tilfinningalaust og ósveigjanlegt náttúrulögmál. ... Ekkert full-
komlega guðlegt orð er lengur til, sem geti sagt manni, hverju óhætt sé að
trúa.“ Vantrúin búi til sinn eigin djöful sem sé annar en djöfull Biblíunnar.
Vantrúin svipti fólk voninni um framhaldslíf eftir dauðann. I sinni fullþrosk-
uðu mynd sé hún „orðin að þeirri dýrslegu lífsskoðan, sem nefnd er material-
ismus.“ Með miklu málflóði og stóryrðum heldur presturinn áfram að útmála
bölvun vantrúar og efnishyggju þar sem „djöfullinn ræður yfir tilverunni
sem ótakmarkaður einvaldsstjóri og tilveran sjálf verður að biksvörtu eilífu
helvíti.“ Af því leiðir að „realista-skáldskapur vorrar tíðar .. .stefnir allur út í
eilífa auðn vonleysisins.“
Að hætti frelsarans tekur séra Jón að segja dæmisögur í fyrirlestrinum, m.a.
af kóngssyni sem villtist í skógi („ganga vantrúarinnar“) og lenti hjá sálarlaus-
um tröllum („blint, helkalt, steindautt náttúrulögmálið“). Þá segir presturinn
frá hrakningaferð Odysseifs; hann mætti óvættunum Skyllu og Karybdís sem
soguðu til sín sjófarendur á Messínasundi. Að áliti séra Jóns samsvara „hinir