Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 138
136
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
það annars vegar þeirri skoðun hans að Byron sé eins konar tákngervingur
samtímans, eða tíðarandans (Zeitgeist, The Spirit ofthe Age) svo að gripið sé
til hugtaka Hegels og Hazlitts, og hins vegar sterkri löngun hans og kröfum
um að hlýða kalli þessa sama tíma, þ.e. leitast við að skilja þennan tákngerv-
ing og taka þátt í að gefa lífi hans og skáldverkum merkingu. Af þessum
sökum sé nánast óhjákvæmilegt að Grímur velji sér Byron sem fyrirmynd:
Æviferill Byrons verður Grími greinilega fyrirmynd; hann er hin rómantíska hetja,
maður nútíma og framtíðar. [...] Grímur spyr: Hvað gerir ein helsta stjarna aldarinnar,
Byron lávarður? Hvernig tekur hann á þeim vanda að vera manneskja. (188-9)
Þessi túlkun Kristjáns er verulega lituð hugmyndum tilvistarheimspekinnar
og raunar vitnar hann í málflutningi sínum alloft í einn helsta forvígismann
hennar og samtímamann Gríms í Kaupmannahöfn, danska heimspekinginn
Spren Kierkegaard: „í söguskoðun Gríms er einstaklingurinn gerandi sem
velur líf sitt“, segir Kristján á einum stað þegar hann greinir frá umfjöllun
Gríms um Byron, og bætir því við að í lýsingu hans „fullkomnar Byron líf sitt
með dauða sínum“ (210). Líkt og Kierkegaard hafni Grímur þannig kenning-
um Hegels, sem hann aðhylltist í Om den nyfranske Poesi, um „vélgengni sög-
unnar og skilyrðingu manns eða mannkyns“ eða dragi hana að minnsta kosti
verulega í efa. Maðurinn sé ekki leiksoppur einhverra ráðandi, utanaðkom-
andi afla heldur eigin stjórnandi í stöðugri leit að persónulegum sannleika.
Þann sannleika taldi Grímur að Byron hefði - líkt og Kierkegaard - fundið í
kristinni trú. Þessi meinti guðleysingi væri því þegar öll kurl kæmu til grafar
„kristinn rómantíker“ (en christen Romantiker; 1845: 152).
Þessi málflutningur þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart þegar höfð er í
huga sálfræðileg og ævisöguleg aðferðafræði Gríms í ritgerðinni um Byron
og viðleitni hans til að tengja saman líf skáldsins og list í eina órjúfandi heild.
Raunar var áðurnefndur „faðir nútímalegrar tilvistarheimspeki“, Kierkegaard,
þess einnig fullviss að Grímur hefði notfært sér rit sitt Ugg og ótta (1843) í
Om Lord Byron. Það dregur Kristján hins vegar í efa (234) þótt hann bendi
um leið á að Grímur hafi þekkt til verka Kierkegaards. Hvernig sem því var
varið voru tilvistarmál vissulega ofarlega á baugi í bókmenntum þessa tíma,
einnig íslenskum.
í sonnettunni „Svo rís um aldir árið hvurt um sig“ (1845) orti Jónas Hall-
grímsson t.d. um tilvistarlegt val manna og vilja til að ráða ferðinni í eigin lífi,
þótt það kunni að taka á: „heldur vil eg kenna til og lifa, / og þótt að nokkurt
andstreymi ég bíði, / en liggja eins og leggur upp í vörðu, / sem lestastrákar
taka þar og skrifa / og fylla, svo hann finnur ei - af níði“.28 Um svipað leyti
þýddi Jónas sömuleiðis ljóð Heines „Strit“, þar sem m.a. er vitnað í goðsögn-
ina sem Albert Camus notaði öld síðar við að lýsa „leiðinda langverki“