Andvari - 01.01.2007, Page 161
ANDVARI
GRETTIR OG SNÆKOLLUR
159
lífsskoðun sinni og teflir henni fram gegn guðsdýrkuninni. „Skáldin lofa ein-
att herrann háa, / himin, jörð og allt sem skapað fær“ yrkir hann í upphafi.
Menn dáist að ógnarmætti alheimsins og telji öruggast að dýrka hann í hugs-
uninni um guð sem öllu ráði og stjórni:
Þvílíkt veldi vilja allir tigna.
Von og ótti sífellt stríðast á.
Jafnvel hinar stærstu sálir svigna,
sjatni þeirra lífsins bára smá.
Fyrir guðum menn á knjánum krjúpa,
kyrja bænir upp í himininn;
vilja fegnir færa lotning djúpa
fyrir þetta líf og arfinn sinn.
Síðan setur skáldið fram spurningar til guðstrúarmannsins:
Má ég spyrja þig, sem þetta háa
þarft í auðmýkt hjarta þíns að dá:
Hver er sá, sem gaf hið ljóta og lága,
lífsins þrótt er einatt farga má?
Hver er sá, sem inn í garðinn góða
grandleysingjum sendi höggorminn?
Hver er sá, sem heróp stórra þjóða
heyrði á, en bauð ei kærleik sinn?
Síðasta spurningin lýtur að fyrri heimsstyrjöldinni. Skáldið telur að guðstrúin
grundvallist á ótta við alheimsorkuna en eðli þeirrar orku sé ekki tilbeiðsla,
heldur líf og starf:
Ótti manna fyrir feigð og hrapi
fyllir hugann blindri náðar-trú.
Skilst þeim lífið tilgang sínum tapi,
tryggist ekki vonarhylling sú.
Kvæði Páls tjáir það sjónarmið vantrúarfólks að allir þurfi að endurskoða
hugarheim sinn og beita skynsemi og raunsæi í stað blindrar trúar.
Messuföll
Að gömlum íslenskum sið köstuðu margir fram stökum, einkum í þeim til-
gangi að setja fram kaldhæðnar athugasemdir um menn og málefni og má
nærri geta að hagyrðingar og skáld nýttu þá kveðskaparvenju til að kasta
spjótum kaldhæðni að skoðanaandstæðingum. Eins og oft endranær voru
prestar og kirkja algeng skotmörk. Allmargar háðsglósur voru ortar um