Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 82

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 82
80 BIRNA BJARNADÓTTIR ANDVARI umfjöllun um skrif íslensku skáldanna greina þau sig hins vegar frá Jena- hópnum í því sem nefnt hefur verið hagnýt rómantík. Talsvert hefur verið ritað og rætt um það efni, og hvernig tímaritið Fjölnir beri sterkan svip upp- lýsingar.3 Hins vegar mætti spyrja hvort skilgreiningin hagnýt rómantík sé ekki í mótsögn við sjálft inntak rómantíkur, eða þá hugmynd að rómantík sé frelsi án takmarks. Einnig má velta því fyrir sér hvort þáttur upplýsingar í skrifum íslensku skáldanna sé ekki keimlíkur og í skrifum annarra evrópskra skálda sem kennd eru við rómantísku stefnuna. Fjölnismenn voru ekki aðeins hópurinn sem kynnti nokkra megindrætti rómantísku stefnunnar á íslandi, heldur ferjuðu þeir einnig yfir hafið arf upplýsingar í rómantísku stefnunni. Línurnar í stefnum og straumum bókmennta eru sjaldan jafn skýrar og stund- um er leitast við að draga í hugtökum og heitum bókmenntafræðinnar. Hvernig sem þessu er varið, fer lítið fyrir hagnýtu rómantíkinni í kring- umstæðum Jónasar. Ef eitthvað er tekur Jónas sjálfum höfuðpaur Jena-hóps- ins fram í rómantík, í þeim skilningi að ljóð Jónasar, sögur, brot, þýðingar, greinaskrif og hálfköruð íslandslýsingin, tryggðu honum aldrei annað en eilíft frelsi andans. Ólíkt Schlegel skrifaði Jónas sig út úr embætismannakerfi nítjándu aldar. Það var ekki endilega ætlun hans. í þrígang sótti hann um brauð á íslandi og var synjað jafn oft. Hafi manninum blætt, er ekki hægt að rekja slóðina inn í dansk-íslenskar stássstofur. Það er frekar að fólk þefi uppi dreyrann í einu ævintýri og afrifum þess á íslandi. Ævintýrið afEggerti Glóa - útlenski og almenni flokkurinn Ævintýrið afEggerti Glóa eftir Ludwig Tieck kom út í Þýskalandi árið 1797. Arið 1835 kom það út á íslandi í fyrsta árgangi Fjölnis, lagt út úr þýsku af Jónasi Halllgrímssyni og Konráð Gíslasyni. í því segir frá Eggerti Glóa ridd- ara og konu hans Bertu, sem búa í kastala, girtum hringmúr.4 Berta á sér kynlega fortíð og maðurinn hennar, Eggert Glói, þráir að trúa vini sínum fyrir sögu konu sinnar. Eitt kvöldið kemur vinurinn Filippus Valtari í heimsókn og þau sitja þrjú við eldinn: Fyrirgefið mér, sagði Berta þá, en maðurinn minn segir, þér séuð svo vænn að það sé rangt að dylja yður nokkurs. En ekki megið þér halda, saga mín sé nein skröksaga, hvað undarlega sem hún hljóðar.5 Líkt og sæmir alvöru ævintýri, sprettur saga Bertu úr jarðvegi fjölskyldulífs- ins og skauti náttúrunnar. í örvæntingu strýkur stúlkan að heiman og lendir í umsjá kerlingar úti í skógi, sem á hund og fugl. Eftir nokkur ár í vistinni fer Bertu hins vegar að þyrsta eftir veröldinni. Hún strýkur frá kerlingunni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.