Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 185
ANDVARI
FÁTÆKT OG ÓJÖFNUÐUR
183
8. mynd: Gini-stuðlar Evrópulanda með
jöfnustu tekjuskiptingu
0.2 0.22 0.24 0.26 0.28
Gini-stuðull 2004
Þá eiga þau rök ekki við um fimmtán þúsund íslendinga, að fátækt þeirra
geti verið tímabundin. Sem fyrr segir nema skatttekjur af tveimur nýjum
tekjustofnum, tekjum banka og fjármagnstekjum, samtals nær 30 milljörðum
króna árið 2006. Þessar nýju skatttekjur, sem hefðu varla orðið til án umskipt-
anna í hagkerfinu frá 1991, nægja þannig til að greiða hverjum og einum
úr þessum hópi tvær milljónir króna á ári, sem hlýtur að teljast rausnarlegt.
Jafnaðarstefna Rawls er öfundlaus: Ef við hugsum frekar um hina verst settu
en hina best settu, þá er þetta mikilvægt atriði. Rawls hefði ekki heldur haft
þungar áhyggjur af hinum nýju fjármagnseigendum á íslandi, en gagnrýnt er,
að skattur af fjármagnstekjum er lægri en af öðrum tekjum. Áður fyrr mynd-
uðust litlar sem engar fjármagnstekjur. Fjármagnið, sem þær skapast af, var
ýmist ekki til eða í höndum ríkisins. Ef það var ekki til, þá naut enginn þess,
hvorki hinir best settu né hinir verst settu. Þegar það var í höndum ríkisins,
var það iðulega notað í þágu þeirra, sem höfðu mest áhrif á stjórnmálamenn.
Bankar skömmtuðu þá ekki fjármagn eftir þörfum viðskiptavina sinna, held-
ur eftir stjórnmálaítökum þeirra. Þess vegna er meiri jöfnuður í landi, þar
sem fjármagn er í höndum einkaaðila, en þar sem ríkið fer með það mestallt.
Aukning atvinnufrelsis á íslandi síðustu sextán árin hefur ekki aðeins stuðlað