Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 136

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 136
134 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI Oehlenschlágers sem var að dómi Gríms algjörlega sér á báti í evrópskum bókmenntum, enda ætti hún rætur að rekja til heiðinna bókmennta norrænna miðalda (Grímur 1843: 5). Hún væri þó á engan hátt eftirbátur þeirrar evr- ópskrar rómantíkur sem grundvallaðist á kristinni trú, katólskri eða lút- erskri. Að hætti Hegels leitaðist Grímur við að lýsa þróun bókmenntanna sem tog- streitu og samruna andstæðnanna sem tíminn, umhverfið og aðstæðurnar kalla fram. Þannig færðust þær af einu stigi á annað: Tækju mið af því sem á undan færi, nærðust af sinni eigin samtíð og mótuðu með nýjungum sínum það sem á eftir kæmi. Sama máli gegndi um bókmenntasmekk Frakka sem Grímur leitaðist við að meta hvort hefði batnað eða versnað í Om den nyfranske Poesi og komst að þeirri niðurstöðu að hefði batnað vegna þess að hann væri í takt við þróun bókmenntanna og þörf samtímans. Bókmenntasmekkurinn væri í raun og veru alltaf réttur og sannur ef hann væri eiginlegt afsprengi samtímans og einungis sem slíkur væri hann eðlilegur mælikvarði á ágæti skáldskapar. Af þeim sökum ætti að meta rómantískar bókmenntir samkvæmt rómantískri en ekki klassískri viðmiðun, svo að vitnað sé í rit Gríms Om Lord Byron (1845: 28). Slíkur samúðarskilningur er reyndar grundvallarhugmynd í þeim bókmenntasögum sem skrifaðar voru á 19. öld og Grímur var aug- ljóslega mjög áhugasamur um, enda ráðgerði hann eins og áður sagði að rita íslenska bókmenntasögu frá upphafi til eigin samtíma. Kristján Jóhann Jónsson kemur inn á einn þátt þeirrar afstæðu söguhyggju sem Grímur aðhylltist þegar hann ræðir um fortíðarsýn 19. aldar manna sem sumir vilja kalla „fortíðardýrkun". Þeirri túlkun hafnar Kristján, a.m.k. hvað Grím varðar og telur að viðhorf hans „markist af tímaskilningi sem sé að ýmsu leyti frábrugðinn því sem við eigum að venjast. Þar munar mestu að fortíðin er ekki nema að sumu leyti liðin. Um sumt er hún enn í okkur og við í henni“ (89). Þetta er áhugaverð ályktun sem hljómar þó kunnuglega, a.m.k. er auðvelt að styðja sjónarmiðið að fortíðin sé hluti af samtíðinni ýmsum dæmum úr verkum annarra íslenskra skálda aldarinnar. Alkunnugt er t.d. hvernig náttúran og sagan sem hún felur í sér tengir saman nútíð og fortíð í kvæði Jónasar Hallgrímssonar „íslandi" (1835): „Landið var / er fagurt og frítt, og fannhvítir jöklanna tindar“.25 Benedikt Gröndal tekur í sama streng þegar hann yrkir í kvæðinu „Fyrr og nú“ (pr. 1900): „Náttúran er það eilíft band / allan er tímann sameinar“. I sama ljóði kveður hann einnig: „Fornöldin lifir alltaf í / augnabliki, sem kemur nýtt“.26 Fullyrðing Kristjáns að Grímur hafi talið samtíðina hluta fortíðarinnar er hins vegar nýstárlegri. í því samhengi vekur Kristján sérstaka athygli á því sjónarmiði Gríms í Om den nyfranske Poesi að lesendur hljóti alltaf að taka þátt í sköpun skáldverkanna sem þeir lesa, ekki síst þegar í hlut eiga hugmyndaríkir höfundar á borð við Shakespeare sem virkja bæði áhuga og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.