Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 98
96
PÁLL BJARNASON
ANDVARI
er oft eignað sænska skáldinu góðkunna, Carl Michael Bellman, því að það er
þekktast sem einn af söngvum Fredmans (nr. 28). En lagið hefur tíðkast með
ýmsum tilbrigðum víða um lönd, til eru um það norskar, danskar og þýskar
heimildir, auk sænskra, sem benda til þess að líta beri á lagið sem þjóðlag
með óvissum uppruna. Okunnugt er hvaðan lagboði Heibergs er runninn, en
ekki verður séð að hann tengist Bellman, enda er hrynjandin í Drykkjuvísu og
Borðsálmi að nokkru frábrugðin Bellmansútgáfunni: „Nu lad os h0re“, „Hvað
er að tarna“, samsvarar t.d. hjá Bellman „Hur han drack, Ölet stack“.4
Sá er munur á kvæðunum tveimur að í Drykkjuvísu eru forsöngvarar nokkr-
ir því að þar leggja heimamenn spurningar fyrir Salomon og hann svarar.
Hlutverk kórs í viðlaginu er að taka undir allt sem af vörum Salomons kemur
og syngja honum lof og prís. I Borðsálmi er forsöngvari aðeins einn, hann
ber á borð ýmsa skringilega hluti, en áheyrendur hans eru ekki mjög auðtrúa.
Þeir taka orðum hans með varúð en er þó skemmt og vilja fá meira að heyra.
Að lokum er þeim þó nóg boðið:
Hættu nú, herra!
Hér mun koma verra,
sem þér er betra’ að þegja’ um
en segja’ um.
Menn hafa talið sig sjá í Borðsálmi harða ádrepu á framtaksleysi íslendinga
og skort á framfaratrú, alvöruþunga undir spaugsömu yfirborði.5 Ef til vill
er eitthvað til í því, en þó virðist liggja beint við að álíta að þar sé einkum
á ferðinni fjarstæðukennd fyndni sem hæpið sé að leggja mikið út af, ekki
fremur en því að Jónas skuli nefna þetta sálm. En fyndni Jónasar er hófstillt-
ari en Heibergs, forsöngvari hans gengur ekki jafnlangt í bullinu og Salomon
Goldkalb, íslendingarnir í samsæti til heiðurs Þorgeiri Guðmundssyni spyrja
ekki fávíslegra spurninga. Þeir eru ekki trúgjarnir einfeldningar eins og
Danirnir í Korspr sem snobba fyrir „speki“ Þjóðverjans.