Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 123

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 123
andvari „VÉL ER GETUR VAXIÐ" 121 stúlkum sundur í skólastarfinu. Með því að kenna öllum saman mætti meira að segja vænta þess að kynin drægju fram það besta hvort í öðru. Piltarnir yrðu þannig hæverskari í framkomu en stúlkurnar sjálfstæðari og einarðari. Ekki væri heldur ástæða til að örvænta um siðferðið í samskólunum, sund- urstíunin væri nefnilega síst til að bæta það „...heldur kitlar forvitnina og gjörir það að verkum að piltar og stúlkur fá rangar hugmyndir hvort um annað.“ (Lýðmenntun, bls. 153) I Lýðmenntun er ekki einungis gert ráð fyrir jafnræði milli kynja í nem- endahópnum, heldur sá Guðmundur fyrir sér að kvenfólk gæti gegnt mik- ilvægu hlutverki við kennsluna. Fyrir því lágu reyndar hagkvæmnisástæður að hluta til, þar sem kennslukonurnar yrðu ekki eins dýrar á fóðrum og karlarnir °g gæti það haldið niðri kostnaðinum við menntakerfið. Jafnréttissinninn Guðmundur viðurkenndi þó óréttlæti þess að kynin fengju ekki sömu laun fyrir sömu vinnu, en útilokað væri að uppræta launamuninn í kennarastéttinni einni, enda hætt við að þá fylltust allar skólastofur af óhæfum kennslukon- um. Bókvit í askana látið? í ljósi þess sem síðar gerðist, er athyglisvert að einna harðasta gagnrýn- in á Lýðmenntun skuli hafa komið frá nýútskrifuðum verkfræðingi, Jóni Þorlákssyni. Jón hafði sjálfur verið aðalhvatamaður að stofnun Iðnskólans í Reykjavík og var fyrsti skólastjóri hans. Sem slíkur gerðist Jón málsvari sér- nienntunar og verkkunnáttu andspænis hugmyndum Guðmundar um almenna utenntun, sem verkfræðingurinn áleit greinilega óhagnýta tímasóun (bls. 210- 212). Síðar átti sparnaðarstefna Jóns Þorlákssonar á stóli fjármálaráðherra eftir að leiða til þess að prófessorsstaða Guðmundar Finnbogasonar í hagnýtri sálfræði var lögð niður. Töldu þingmenn embættið ekki bera nafn með rentu ~ það væri með öllu óhagnýtt. Guðmundi hlaut að falla þungt skilningsleysi stjórnmálamanna á hagnýtu gildi sálfræðinnar fyrir samfélagið. Sjálfur taldi hann hagnýtingarmögu- leikana mesta á sviði uppeldis- og menntamála annars vegar en við vinnu- rannsóknir hins vegar. Vinnuathuganirnar vildi hann gera í samvinnu við verkfræðinga og aðra þá er stæðu fyrir verklegum framkvæmdum. Hugðist Guðmundur þannig kenna landsmönnum að „strita með viti“ (bls. 355). Það er til marks um áhuga heimspekingsins og sálfræðingsins á verklegum fram- förum að hann ritstýrði og hafði forgöngu um útgáfu Iðnsögu íslands, sem Iðnaðarmannafélagið gaf út í tveimur bindum árið 1943. Má með sanni kalla það fyrsta íslenska tæknisöguritið sem rís undir nafni. Hann átti sömuleiðis s$ti í orðanefnd Verkfræðingafélagsins um árabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.