Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 48

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 48
46 KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR ANDVARI máls: „og var henni fagnað ákaflega. Var ræðan í senn eindregin eggjun til flokksmanna, en gamansöm á pörtum eins og Katrínar er vani.“147 Jafnframt lögðu fulltrúar Kvenfélags sósíalista fram ályktun þar sem minnt var á að kona í öruggu sæti væri í samræmi við samþykkta stefnu flokksins.148 Flokkskonur voru að árétta kröfur sínar. A þessum árum hélt Þjóðviljinn úti vikulegri kvennasíðu og sá kven- réttindakonan Þóra Vigfúsdóttir149 um hana. Síðan var óspart notuð til að kynna og styðja Katrínu og lögð áhersla á að réttindamálum kvenna yrði vel borgið í hennar höndum. Konur lögðu undir sig Þjóðviljann með aukablaði á kvenréttindadaginn 19. júní og birtust þar greinar eftir konur úr fleiri flokkum en Sósíalistaflokknum en mikil áhersla var lögð á stuðning við Katrínu. Tekið var viðtal við hana þar sem hún spáði því að í kjölfar þess að hún næði kjöri myndi konum brátt fjölga á Alþingi. Ekki rættist sú spá. Katrín Pálsdóttir150 sem um skeið var bæjarfulltrúi sósíalista spurði alþýðukonur hvort þær vildu heldur kjósa Katrínu eða Björn Olafsson heildsala og „ameríkuagent“, en því var haldið fram í kosningabaráttunni að Katrín yrði að fella hann til að komast að. í sumum greinunum var lögð áhersla á að Katrín væri alls ekki örugg um að ná kjöri og því yrðu konur að standa saman. Nanna Olafsdóttir sagnfræðingur skrifaði: „Fulltrúa verðum við nauðsynlega að fá og við getum það þrátt fyrir hnefahöggin sem flokkarnir hafa rétt okkur með framboðslistunum án einnar einustu konu í öruggu sæti.“151 Katrín var eina vonin og það var þungi í umræðunni. Að kvöldi 19. júní flutti hún erindi í Ríkisútvarpinu um stöðuval kvenna og var það hluti af dagskrá Kvenréttindafélagsins í tilefni dagsins.152 Sannarlega heppilegt tækifæri fyrir frambjóðandann þegar aðeins voru um tvær vikur til kosninga. Enn á ný talaði Katrín fyrir flokk sinn á kosningafundi í útvarpssal. Samskiptin við Bandaríkin voru henni ofarlega í huga en hún lagði einnig mikla áherslu á að hún væri eina konan sem ætti möguleika á að komast á þing. Aðrir flokkar sinntu ekki málefnum kvenna sem sæist á því að blöðin hefðu ekki minnst einu orði á 19. júní nema Þjóðviljinn. Hún gréti það svo sem ekki að konur væru ekki á listum þeirra en: „Hitt er allt annað mál að tómlæti það sem afturhaldsflokkarnir hafa sýnt kröfum kvenna er með öllu óafsakanlegt í lýðfrjálsu landi. Því miður eiga konur allmikla sök á því sjálfar hvernig komið er.“153 Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem Katrín gagnrýndi konur fyrir áhugaleysi á eigin hagsmunum. í þessari ræðu glitti í þá gömlu hug- mynd að það væru viss mál sem konur áttuðu sig betur á en karlar og að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.