Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 14

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 14
12 KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR ANDVARI félagsmálum. Æskuár hennar einkenndust af kvenréttindabaráttu sem móðir hennar tók virkan þátt í og faðir hennar studdi með ráðum og dáð. Hún ólst upp á stjórnmálaheimili og það voru mikil átök í kringum föður hennar. Hennar fólk tók afstöðu með hinum róttækari gegn ríkjandi valdsmönnum og gengu mörg þeirra síðar til liðs við sósíal- ista. A heimili hennar var skáldskapur í hávegum hafður og þar var mjög gestkvæmt enda heimilið mannmargt. Allt átti þetta þátt í að gera Katrínu að menntakonu, baráttukonu og þeim vinsæla lækni sem bar hag barna svo mjög fyrir brjósti og fór sínar eigin leiðir í lífi og starfi. Katrín vann fyrir sér sem læknir en hún átti sér fleiri líf en lækn- isstarfið. Hún hafði brennandi áhuga á stjórnmálum og félags- málum eins og fleiri úr hennar ætt. Hún sat á Alþingi frá 1946-1949 fyrir Sameiningarflokk alþýðu - Sósíalistaflokkinn, var í bæjarstjórn Reykjavíkur 1950-1954 fyrir sama flokk og sat lengi í miðstjórn hans. Hún var virkur félagi í Kvenréttindafélagi íslands og var m.a. formaður stjórnar Menningar- og minningarsjóðs kvenna sem stofnaður var með gjöf dánarbús Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Tilgangur sjóðsins var að styrkja ungar konur til náms. Katrín var fyrsti formaður Félags háskólakvenna, síðar Kvenstúdentafélags Islands sem stofnað var 1928. Hún skipaði sér í raðir Friðarvina en það var félag sem reyndi að hjálpa gyðingum sem voru á flótta undan nasistum í Þýskalandi við að fá landvistarleyfi á íslandi á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld. Sem kunnugt er voru stjórnvöld lítt hrifin af komu gyðinga til landsins.6 Piltur og stúlka við Breiðafjörð Katrín fæddist á ísafirði 7. júlí árið 1896 og var sjöunda í röð þrettán systkina. Tólf þeirra náðu fullorðinsaldri. Móðir hennar var skáld- og kvenréttindakonan Theodora Guðmundsdóttir Thoroddsen (1863-1954) og faðir hennar sýslumaðurinn, ritstjórinn og stjórnmálamaðurinn róttæki Skúli Thoroddsen (1859-1916) sem var einn helsti bandamaður kvenna í baráttunni fyrir lagalegu jafnrétti og einn af foringjum sjálf- stæðisbaráttunnar.7 Til að átta sig á þeim félagslega og menningarlega arfi og auði sem Katrín og systkini hennar bjuggu að er nauðsynlegt að greina þau ættar- og samskiptanet sem börn Skúla og Theodoru voru sprottin úr og þær fyrirmyndir sem var að finna innan þeirra. Skúli og Theodora voru þremenningar, bæði ættuð úr héruðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.