Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 106
104
HJALTI HUGASON
ANDVARI
fyrir um hver siðferðisleg afstaða hennar og gildismat hafi verið. Helsta markmið sagna
af þessu tagi er enda að öðlast dýpri þekkingu og innsýn í þessi fyrirbæri almennt.23
Æruminning hefur að markmiði að standa vörð um minningu sögupersónunnar með
því að draga kosti hennar fram en horfa framhjá göllum hennar eða skuggahliðum
sem frekar væri fjallað um í sálarfræðilegri ævisögu.24 Nú á dögum er sjaldgæft að
ævisöguritarar ætli sér að rita sögur af þessu tagi en falla þó sumir í þá gryfju. Sérlega
er mönnum hætt ef ævisaga er rituð af sérstöku tækifæri t.a.m. afmæli eða ártíð
sögupersónunnar.25
Skáldsögulegar œvisögur taka tilefni af því að ævisagan stendur í eðli sínu á mörkum
fagurbókmennta og fræðirita þar sem í þeim fléttast óhjákvæmilega saman sannsögulegt
efni og efni sem stenst vart hið stranga próf sannfræðinnar. Með fagurbókmenntalegri
nálgun er líka mögulegt að lífga sögulegar aðstæður án þess að það komi niður á
sannferðugleika frásögunnar.26 Afbrigði af þessum flokki er skáldævisaga þar sem
höfundur færir frásögn af eigin lífi í listrænan búning og „lögmál skáldskaparins
eru látin ríkja yfir öðrum lögmálum textans“, sem og lögmálum „sannleikans“.27
Guðbergur Bergsson skapaði þetta nýyrði og ruddi bókmenntaforminu rúm í seinni tíð
með bókinni Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar (1997). Þórbergur Þórðarson
ástundaði það þó áður og má líta á hann sem upphafsmann þess hér á landi. íslenskur
aðall (1938) og Ofvitinn (1940) fylla t.a.m. þennan flokk.28 Ýmsir hafa raunar borið
brigður á að nokkur eðlismunur sé á sjálfsævisögum almennt og skáldævisögum. Hér
verður þó litið svo á að svo sé.29
Þegar skrá skal sögu einstaklings þarf að velja eitthvert þeirra sjónarhorna
sem fyrrgreindir flokkar bregða ljósi á. Það val hefur síðan áhrif á þá endur-
sköpun einstaklings sem felst í sérhverri ævisögu.
Ævisögur sr. Matthíasar Jochumssonar
Sr. Matthías var mikilhæfur einstaklingur sem lifði viðburðaríku lífi og
gegndi mörgum hlutverkum eins og ævisöguritari hans, Þórunn Erlu Valdi-
marsdóttir lýsir:
Hann er barn, sonur, bróðir, unglingur, verslunarsveinn, námsmaður í verslunarfræðum,
elskhugi, skáld, fóstursonur, leikritahöfundur, stúdent, þýðandi, prestur, tengdasonur,
fósturfaðir, ritstjóri, sálmaskáld, guðfræðingur, greinahöfundur, vinur, bréfritari, fyrsta
skáldið sem fékk skáldalaun til æviloka, þrefaldur eiginmaður, ellefu barna faðir, veikur
háaldraður maður.30
Ur þessum efniviði hefði mátt endurskapa marga einstaklinga og rita um þá
fjölmargar ævisögur af mismunandi flokkum. Staða sr. Matthíasar í kirkju-
og bókmenntasögu þjóðarinnar er slík að hann ætti sagnfrœðilega œvisögu
sannarlega skilda. Hann er tvímælalaust einnig í hópi þeirra einstaklinga sem